Við og við - 12.05.1894, Blaðsíða 4
4
firði, en 7 vitnamál, sem stefnt liafði
verið til víðs vegar í sýslunni, liafa far-
izt fyrir vegna pestarinnar, og hins naumt
skammtaða tima. Mál þetta má þvi
lieita allsendis órannsakað, þött nú eigi
í þvi að dæma.
Að svo mæltu skal jeg þá snúa mér
að því, sem fram hefir komið við vitna-
leiðsluna, og á annan hátt.
Það er þá eitt af kæruatriðunum, sem
umbjóðendum mínum er stefnt til ábyrgð-
ar fyrir, að þeir i kæruskjalinu hafa
kveðið svo að orði, að „vitni hafi kvart-
að undan því, að hann (stefnandinn) viki
við vitnaframburði, og að þau fái ekki
framburð sinn hlutdrægnislaust bókaðan,
ef hann ekki sé á móti Sk. Tk.u; en i
þessu efni leyfi eg mér, að skírskota til
þess, að nokkur vitni hafa, — þó að
framburðir þeirra séu að visu einstæðir,
enda hefir tíminn eigi leyft aðleiðarétt-
arvotta þá, sem stefnandinn hafði við
rannsóknirnar —, borið það, og eiðfest,
að stefnandi liaii bókað rangt eptir þeim
nokkur atriði í framburði þeirra, er þau
hafa nákvæmar tilgreint; og i sómu átt
virðast ganga notariáliter staðfest votturð,
sem jeg hefi lagt fram i málinu, en sem
ekki heíir verið tók á að fá eiðfest; og
vitnaleiðslan og vottorðin bera það með
sér, í hvaða átt stefnandinn, eptir þess-
um skilríkjum, á að hafa vikið ^ið vitna-
framburði; og samkvæmt því, er áður var
tekið fram um kærendur, hljóta þeir því,
að þvi er virðist, að verða sýknaðir, livað
þetta atriði kærunnar snertir.
Að því er þvi næst snertir það kæru-
atriðið, að stefnandinn hafi haft í frammi
við vitni „óforsvaranleg orðu og „hótan-
iru, leyfi jeg mér einnig að skirskota til
þess, að vitni hafa staðfest þetta fyrir
réttinum, svo að umbjóðendur mínir virð-
ast einnig, hvað þetta atriði snertir, vera
sýknir saka.
Sama er og að segja um það kæru-
atriðið, er snertir „afgreiðslu á málum
innaii héraðsu, því að þar er það sannað,
að þilskip hafa farið út til fiskiveiða, án
þess að lögboðin lógskráning hafi fram
farið, að því er virðist af því, að stefn-
andinn hefir gleymt eða vanrækt, að vera
sér í tíma í útvegum um það, er til lög-
skráningarinnar þurfti; eins og jeg líka
leyfi mér að benda á hið framlagða vott-
orð frá oddvitanuin í Eyrarhreppi um,
að 2 áríðandi embættisbréfum frá hrepps-
nefndinni hafi, þrátt fyrir endurteknar
ítrekanir, verið látið ósvarað í meira en
ár, sbr. og framburð vitnisins G. Páls-
sonar og íl.
Þá er það og sannað með framburði
vitna, að ýmsir haíi gengið til stefnanda
með vottum i fyrra vetur, er þeir af luku
erindum sínum, og þó að það sé að visu
ekki sannað, að stefnandinn sé svo „ó-
áreiðanlegur maður i orðumu, að þetta
liafi verið óhjákvæmilegt, þá verður þó
ekki betur 'séð, en að það atvik, að menn
ganga með votta til yfirvalds, er þeir
afgreiða málefni sín, bendi á, að megnt
vantraust hafi að minnsta kösti átt sér
stað í þá átt.
Loks er hinum stefndu gefið það að
sök, að þeir í kæruskjalinu hafi kveðið
svo að orði, að „aðfarir hans hafi verið
líkari hatursfullri ofsókn, en réttlátri
rannsóknu, og skal eg í þessu efni leyfa
mér að benda á vitnaframburði þá, og
vottorð, um ranga bókun, er áður var
áminnzt, sem og á hið framlagða vott-