Alþýðublaðið - 11.09.1960, Qupperneq 10
Örn skrifar frá Róm
Friamhald af 7. síðu.
ist 14 mínútur! í því stökki
sneri hann þrívegis við, enda
ikom stökkstjórinn til hans og
hefur senni'lega áminnt hann.
Einnig létu áhoriendur óá-
nægju sína í ljós með flauti.
SPENNANDI 6. UMFERÐ
í síðustu umferð áttu Davis
og Schmidt stutt stökk, en
Kreer náði sér vel upp og fór
fram úr Davis með 16,43 m
stökki. Þá skeði það, að Davis
astlaði að taka í hendina á Rúss
anum, en hann bandaði frá sér
af- tómum misskilningi að sagt
er. Hann hafði ekki frétt um
etökklengdina og hafði víst
fundizt lítið til um afrek sitt. Þá
fiautuðu áhorfendur óskaplega
og því flauti linnti ekki fyrr en
Rússinn og Bandaríkjamaður-
ínn féllust í faðma og þá voru
margar ijósmyndavélar á lofti
og áhorfendur fögnuðu.
Vilhjálmur var síðastur í um
ferðinni og það ríkti dauðaþögn
á vellinum þegar hann beið við
enda atrennubrautainnar. Hann
vár greinilega „vinur“ áhorf-
enda. Hraðinn var góður, en
rétt áður en hann kom að plank
anum var eins og hann þyrfti
að stytta skrefin óeðliiega mik
ið. Stökkið var kraftmikið og
iangt, en samt ekki nóg — 16,36
mi. Stökkinu var samt fagnað
gífurlega, en vonbrigðastunur
heyrðust frá áhorfendum, þeg-
ar stökkJengdin birtist á tilkynn
iagatöflunni.
'ic ÍSLAND MEÐ 2 STIG
Þó að margir íslendingar hafi
reiknað með verðlaunum í þess
ari grein, er engin ástæða ti'l
anniars en fagna þessu frábæra
■afrekí Vilhjálms, sem færir fs-
landi 2 istig í hinni óopinberu
■stigakeppni þjóðanna. Það
v^rða sennilega ekki nema rúm
50% þátttökuþjóðanna, sem
eiga mtann á meðal 6 beztu.
Einnig má segja, að ekki hefði
þurft nema smáheppni til þess
■að Vilhjálmur hefði orðið þriðji.
f I
•jV ágæt frammistaða
RJÖRGVINS, VARÐ 14.
Björgvin Hólm var einn af
30, sem hófu keppni í tugþraut
Ólympíuleikanna í gærmorg-
xtn. Eftir 100 m, sem hann hljóp
á lélegum tíma, 11,8 sek., að
vísu í mótvindi, gerðu fáir sér
vonir um góðan árangur hans.
Ean hann sótti sig og stóð sig
með sóma þessa tvo erfiðu daga,
því að sennilega er þetta ein
erfiðasta tugþrautarkeppni, sem
fram hefu rfarið og þó. er tug-
þraut ávallt erfið.
Igær stóð keppnin frá níu til
ellefu um kvöldið, henni var
frestað vegna hinnar stórkost-
legu rigningarr og þrumuveð-
‘urs, sem stóð í eina og hálía
Jklukkustund. Þeir voru því
heldur þung;r í grindahlaupinu
í morgun keppendurnir og náðu
lélegum tíma yfirleitt. Rafer
Johnson, sem á heimsmetið og
á 13,9 sek. í þeirri grein fékk t.
á: aðeins 15,3 sek.
Aðalbaráttan í tugþrautinni
stóð milli Johnsons og Yang
frá Formósu og þegar síðasta
greinin — 1500 m hófst haföi
heimsmethafinn aðeins 67 stig
um meira Keppni þeirra í 1500
m var þvf töluvert lík tugþraut
inni í Brússel fyrir 10 árum,
þegar Örn Clausen og Heinrich
kepptu. Kapparnir hlupu í
sama riðli og Johnson fylgdi
Yang eins og skugginn og tókst
það hlaupið á enda.
Þar sem úrslitin hafa birzt í
blaðinu, er ekki ástæða til að
rekja þau hér, en það-skal end-
urtekið, að frammistaða Björg-
vins var til sóma og hann gafst
aldrei upp, þó að á móti blési.
ÖRN.
Afmælismót
Taflfélags
Hafnarfarðar
í DAG hefst „Septemher-
mót“ Taflfélags Hafnarfjarðar
sem jafnframt er 35 ára afmæl
ismót félagsins. Teflt er í Al-
þýðuhúsinu við Strandgötu og
hefst fyrsta umferð kl. 2 e. h.
í dag.
Þátttakendur eru skráðir
26, þar á meðal ýmsir þekktir
skákmenn úr Reykjavík og
Hafnarfirði. Meðal Reykvík-
inga er Lárus Johnsen, fyrrv.
íslandsmeistari, Jónas Þor-
valdsson landsliðsmaður, og
Jón Guðmundsson, fyrrum
lansliðsmaður. Af Hafnfirð-
ingum má nefna Stíg Herluf-
sen, Hauk Sveinsson o. fl. —
Skákstjóri er Gísli ísleifsson.
Önnur umferð fer fram
annað kvöld kl. 8.
Um helgina
Framhald af 4. síðu.
íslendingar voru hlutlaus-
ir, en lögðu þá stefnu á hill-
una eftir að heimsstyrjöld
hafði fært þjóðinni heim
sanninn um að hlutleysi
dyggði alls ekki. Hvað eftir
annað hefur verið kosið milli
flokka og manna í landinu,
meðal annars um utanríkis-
mál. Niðurstaðan er sú, að yf-
irgnæfandi meirihluti þjóð-
arinnar vill raunhæfa utan-
ríkisstefnu, sem byggist á
samstöðu með hinum frjálsu
þjóðum. Þrátt fyrir megnan
óráður og tækifærissinnað
brölt stjórnarandstæðinga, er
engin ástæða til að.- ætla, að
afstaða þjóðarinnar hafi í
nokkru breytzt.
Sálarrannsóknafélag
íslands
og Kvennadeild félagsins
halda sameiginlegan fund í
Sjálfstæðishúsinu Þriðjudag-
inn 13. september kl. 8.30 e.
h.
Fundarefni:
Forseti félagsins, sr. Sveinn
Víkingur flytur ávarp.
Frú Soffía Haraldsdóttir
kynnir danska miðilinn frú
Mimi Arnborg.
Frú Mimi Arnborg flytur
stutt erindi (erindið verður
túlkað).
Kristinn Hallsson syngur
íslenzk lög.
Kaffidrykkja á leftir.
Félagsmenn mega taka
með sér gesti.
Stjórnin.
Aif)ýðublaðid
vantar unglinga til að bera blaðið til
áskrifendur
í Höfðahverfi.
Afgreiðsla Alþýðublaðsins, sími 14-900.
Dugleg skrifstofustúlka óskasl
Dugleg stúlka með stúdents- og verzlunar
skóla eða kvennaskólamenntun óskast nú þeg
ar til skrifstofustarfa hjá ríkisfyrirtæki. Um-
sóknir óskast sendar afgreiðslu blaðsins merkt
ar „dugleg stúlka“ fyrir 16. september n.k.
Umsóknum verða að fylgja upplýsingar um
aldur, skólanám og unnin störf, ef fyrir hendi
* eru.
10 11. sept. 1960 — Alþýðublaðið
Slymvarðsiotan
er opin allan sóiarnrlnginn.
Læknavörður fjrrir vitjanir
er á sama stað ki. 18—8. Síml
15030.
Tímaritið „Húsfreyjan“
er fyrir skömmu komið út.
Er rit þetta það þriðja, sem
út kemur á þessu ári, en það
kemur út þriðja hvern mán-
uð. í ritinu eru m. a. þessar
greinar: Konan og heimilið
(sr. Jón Auðuns). Okkar á
milli sagt (Rannveig Þor-
steinsdóttir). Skrúðgarðar
(Óli Hannesson). Heimilis-
þáttur (Sigríður Kristjáns-
dóttir). Um bækur (Sigr.
Thorlacius). Margt fleira fróð
legra greina er í ritinu. Ritið
kostar 10 kr. í lausasölu.
Stórgjöf til kaupa
á ,,gervinýr,a“.
Skipadeild SÍS.
Hvassafell er á
Akureyri. Arnar
fell er í Málmey,
fer þaðan vænt-
anlega á morgun
til Riga Jökulfell
lestar á Austfjarðahöfnum.
Dísarfell er í Odense, fer
þaðan á morgun til Rostock,
Karlshamn, Karlskrona og
Riga. Litlafell fór í nótt frá
Örfirisey til Akureyrar.
Helgafell fór frá Riga 7 þ.
áleiðis til Rvíkur Hamrafell
er í Hamborg.
JÖklar.
Langjökull fór frá Hull í
gær á leið til Riga. Vatnajök
ull fór frá Kotka í fyrradag
á leið til Rotterdam og Lon
don
Eimskip.
Dettifoss kom til New
York 7/9, fer þaðan um 16/9
itl Rvíkur. Fjallfoss kom til
Rvíkur 6/9 frá Rotterdam.
Goðafoss fór frá Hull í gær
til Leith og Rvíkur. Gullfoss
fór frá Rvík í gær til Leith og
Khafnar. Lagarfoss fer frá
New York um 13/9 til Rvík-
ur. Reykjafoss fór frá Rauf-
arhöfn í gærkvöldi til Vopna-
fjarðar, Seyðisfjarðar, Norð-
fjarðar og Eskifjarðar og það-
an til Dublin, Árhus, Khafn-
ar og Ábo. Selfoss er í Rvík.
Tröllafoss fór frá Hamborg í
gær til Rostock. Tungufoss
fór frá Vestmannaeyjum 9/9
til Súgandafjarðar, ísafjarð-
ar, Sauðárkróks, Siglufjarð-
ar, Akureyrar og Húsavíkur.
Nýlega barst Líknar- og
minningarsjóði Páls Arnljóts
sonar höfðingleg peningagjöf
kr 5000,00 til minningar um
Matthildi Jóhannesdóttur frá
Gauksstöðum frá foreldrum
og syskinum hennar. Skal
gjöf þessi fara í sjóð þann, er
nota ksal til kaupa á fuJ.1-
komnum tækjum, sem í dag-
legu taþ eru kölluð „gervi-
nýra“. En þessi tæki^ verða
sett í Landsspítala íslands
strax og hann getur tekið við
þeim.
m
Flugfélag
Igig! íslands.
Millilandaflug:
sjgf555*! Hrímfaxi fer
W J til Glasgow og
j§&S*Kisj|: Khafnar kl. 8 í
dag. Væntanleg
•:**>. :**' Iir r til
Gull-
Glas
gow og Khafn-
ar kl. 8 í fyrramálið. Sólfaxl
er væntanlegur til Rvíkur
frá Rómaborg kl. 22 annað
kvöld. Innanalndsflug: f dag
er áætlað að fljúga til Akur-
eyrar, ísafjarðar og Vest-
mannaeyja. Á morgun er á-
ætlað að fljúga til Akureyr-
ar (2 ferðir), Egilsstaða, Fag-
urhólsmýrar, Hornafjarðar,
ísafjarðar og Vestmannaeyja.
Loftleiðir
Leifur Eiríksson er vænt-
anlegur kl. 6.45 frá New
York. Fer til Glosgow og Am
sterdam kl 8.15 Edda er
væntanleg kl. 9 frá New,
York. Fer til Gautaborgar,
Khafnar og Hamborgar kl.
10.30
Frá skrifstofu borgarlæknis.
Farsóttir í Reykjavík vik-
una 21.—30. ágúst 1960 sam-
kvæmt skýrslum 25 (28) starf
andi lækna. Hálsbólga 80
(59). Kvefsótt 75 (90). Iðra-
kvef 13 (18). Hvotsótt 1 (3).
Kveflungnabólga 9 (7).
Munnangur 7 (8). Hlaupa-
bóla 2 (4).
Tafldeild ’
Breiðfirðingafélagsins
byrjar æfingar annað kvöld
(mánudagskvöld) kl. 8 í
Breiðfirðingabúð
AÐ GEFNU TILEFNI
skal það tekið fram, að
fregn Alþýðublaðsins á dög-
unum um lyfsalamálið í
Keflavík var höfð eftir dóms-
málaráðuneytinu
9.25 Morguntón
Jeikar. 11 Messa
í Fríkirkjunni.
14 Miðdegistón-
leikar 15.30
Sunnudagslög-
in. 18.30 Barna
tími. 19.30 Tón
leikar. 20.20
Dýraríkið Dr.
B)todd|i Jóhann
esson spjallar
um sauðkind-
ina. 20.45 Frá
kirkjutónleik-
um í Dómkirkj
unni. 21.15 Heima og heiman.
22.05 Danslög.
Mánudagur.:
12.55 Tónleikar. 19.30 Lög
úr kvikmyndum. 20.30 Hljóm
sveit Ríkisútvarpsins leikur.
20.50 Um daginn og veginn
(Bragi Hannesson lögfræð-
ingur). 21.10 Kórþættir úr
frægum óperum. 21.35 Upp-
lestur: Helgi Skúlason leikari
les síðari hluta sögunnar
„Munkurinn launheilagi“.
22.10 Um fiskinn (Stefán
Jónsson fréttamaður) 22.30
Kammertónleikar.
LAUSN HEILABRJÓTS:
Eina eldspýtu í aðra og
sjö í hina.