Kirkjublaðið - 01.10.1892, Síða 9

Kirkjublaðið - 01.10.1892, Síða 9
185 Prjedikunaraðferð presta. Til nákvæmrar skoðunar hvers máls heyrir, að það sje skoðað frá öllum hliðum. »Kbl.« mun því eigi mótfallið, að raddir einnig frá leikmönnum, tilheyrendum prestanna, láti til sín heyra um prjedikunaraðferð þeirra. Að minni meiningu á blaðaprjedikunin verulegan þátt í hnignun kirkjurækninnar og hins kirkjulega lífs nú á tímum. Um leið og menntunin eykst, hætta menn að fylgja ytri siðum tilfinningarlaust af vana. Anda mennt- aðra manna þarf að hrífa, til að hafa þá með í hverju sem er. Prjedikunaraðferðin þarf því að breytast, fylgja með tímanum, eins og annað, til að hafa tilætluð áhrif. Ræðan þarf að eiga við tilfinningar tilheyrenda á þeirri stundu sem hún er fiutt. Ræða, sem hreif tilheyrendur fyrir nokkrum árum, undir vissum kringumstæðum, getur sfðar komið að einhverju leyti í bága við hugarástand tilheyrenda, þegar öðruvísi stendur á. Er því varasamt að nota gamlarræður. Opt má heyra þá afsökun ákirkju- ræknisleysi, að lestur geti maður haft heima. — Jafnvel guðræknir menn eru mishneigðir til kirkjugöngu, eptir því sem á þeim liggur. Geðshræringar (ánægja, gleði, hryggð o. s. frv.) hvetja menn opt til að taka þátt í guðs- þjónustunni. Mistakist þá prestinum að slá hina spenntu strengi í sálum tilheyrendanna, getur kirkjuferðin alveg misheppnast. En við því er hættara, ef prestur notar gamla ritaða ræðu. Setjum dæmi: Hið bliða vor er liðið fram í júní; 1. sd. e. tr. streymir fólkið að kirkjunni úr öllum áttum. Síðastliðna viku hefir einkum verið unaðslegt vorblfðuveður, skin með skúrum, svo næstum má heyra hve grasið grær, vel framgenginn fjenaðurinn leikur um hagana, gæftir og hlaðafli við sjóinn; í fám orðum: Drottinn breiðir blessun sina í fullum mæli yfir ættjörðina i frjóvgandi náðar- straumum og vermandi dýrðargeislum, og seður þjóðina »með fæðu og fögnuði*. —»Hið guðlega streymir ætíð og alstaðar gegnum hið jarðneska« (Mynstér).-—Gleðin og á- nægjan ljómar á hverju andliti í hinum fjölmenna söfn- uði, gamlir og ungir hreifa sig ljett og liflega, »prísa góða veðrið«, dást að ágæzkunni og lofa »gjafarann allra góðra

x

Kirkjublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.