Kirkjublaðið - 01.10.1892, Side 8

Kirkjublaðið - 01.10.1892, Side 8
184 leysa. Það er því vonandi, að allir hafl í heiðri hin gömlu boðorð eptir sem áður, þrátt fyrir skoðanir þær, sem koma fram í áminnstri grein. Auðvitað er mönnum heimilt að koma með aðrar skýringar á boðorðunum en Lúter. En ekki veit jeg til að nokkrum manni eptir Krists daga alit til þessa dags hafl tekizt að skýra þau jafnvel, að öllu samanlögðu, í svo fám orðum. En það er til annar eldri og annar enn merkari vitnisburður um boðorðin en Lúters, en í sama anda. Það er vitnisburð- ur Krists sjálfs. Og það er þó vonandi, að hver alvöru gefinn, greindur maður, hvort sem hann er kristinn eða ekki, meti meira vitnisburð Jesú Krists um lögmál Guðs en skýringu þessa Grottewitz, eða hvað hann heitir. Andvarp. Nú til þín, faðir, flý jeg, á föður-hjartað kný jeg, um aðstoð eg bið þig. Æ, vert með mjer í verki; jeg veit þinn armur sterki í stríði lífsins styður mig. Jeg veit að við þitt hjarta er vonarlindin bjarta, sem svalar særðri önd, sem trúin himnesk heitir, sem huggun sanna veitir. 0 rjett mjer, Jesú, hjálparhönd. En verði, Guð, þinn vilji, þó veg þinn ei jeg skilji, jeg fús hann fara vil. Þó böl og stríð mig beygi. hann brugðist getur eigi, hann leiðir sælulandsins til. GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON.

x

Kirkjublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.