Kirkjublaðið - 02.09.1894, Qupperneq 1
mánaðarrit
handa íslenzkri alþýöu.
IV.
RVIK, SEPT., (B,) 1894.
11.
Vers.
Að lifa lífi mínu,
sem líkar, Drottinn, þjer
og vera’ í verki þínu,
það veiti náð þin mjer.
Þá verða blessuð verkin mín
og fylgja mjer í friði,
ó, faðir, heim til þín.
B. II.
Kirkjufrumvörpin.
Þessi frumvörp voru eigi útrædd á aukaþinginu nú í
sumar, má því búast við, að þau verði borin upp að nýju
á næsta þingi. Tilhlýðilegt virðist því, að þau sjeu íhug-
uð einnig frá leikmanna sjónarmiði, og með því að jeg
í þessu efni sjer í lagi mun eiga orðastað við presta, þvi
frá þeim er aldan runnin, bið jeg yður, herra ritstjóri,
að taka athugasemdir mínar í »Kirkjublaðið«, sem fiestir
prestar munu lesa.
I fyrsta lagi er það einkennilegt við frumvörp þessi,
að fiutningsmenn beggja voru prestar, enginn leikmaður
var þar við riðinn, í annan stað sátu i neðri deildar nefnd-
inni, sem um þau fjallaði, tveir prestar, sjálfir fiutnings-
mennirnir að öðru þeirra, ásamt einum lögfræðingi, sem
þá einnig, eins og við mátti búast, gjörði ágreining i báð-