Kirkjublaðið - 02.09.1894, Blaðsíða 4
tæklingar, mundu einnig aukast á pappirnum, en í sveit-
um, þar sem hávaði bænda tíundar nokkuð, þvert á móti
mundu þær rýrna frá því sem nú er, jafnvel með hinum
hærra nefskatti. Mig vantar eðlilega næg gögn til að
sýna þetta reikningslega með ákveðnum dæmum, en reikn-
ingshaldarar kirknanna geta bezt sjálfir sjeð það fyrir
sínar eigin kirkjur, hver hjá sjer, og mun þá reynast svo,
að tekjur sumra kirkna til sveita fara niður um allt að
þriðjungi, en tekjur sumra kirkna í hinum fjölbyggð-
ustu sjávarsveitum vaxa allt að helmingi, setji maður
gjaidið 85 a., sem fer meðalveg hins hæsta og lægsta
takmarks, er frumv. nefnir, og allra áþreifanlegastur er
ójöfnuðurinn við það, að hin gamla skylduvinna, kostnað-
urinn við aðflutning byggingarefnis, sem eptir frumv. á að
greiðast beint úr sjóði kirkjunnar, kemur lang-þyngst
niður á kirkjunum, sem mest missa í af tekjum sínum.
Sje því frumv. þetta, sem jeg hygg, þarflaust, ósann-
gjarnt við gjaldendur og gagnslaust, ef ekki skaðlegt
fyrir kirkjur landsins yfir höfuð, þá fylgir engin blessun
ræktarleysi við langfeðga og lagasetningar þeirra, og
heitir slíkt eptir ómenntaðri þjóð, sem eigi varð langvinn,
(Vandölum), vandalismus, en tvær aðar þjóðir þekkjum
vjer, aðra í fornöld, aðra nú, Rómverja og Breta, sem
fastheldnir voru og eru við fornar venjur, lög og siðu,
og sem entust og endast vel. Hjer á landi virðist stefn-
an nú vera sú, að sá þykist mestur maðurinn, sem hrist-
ir flest lagafrumvörp úr erminni, þó hann aldrei nema
þykist íhuga þau »alvarlega« (en ekki vandlega), og um-
turnar sem mest því forna, en:
»Polypragmosyne
prjállegt heflr trýni«
sagði Eggert Olafsson, og »pessimœ reipublicæplurimœ leges«
(þ. e. því verra sem ástandið er í einu landi þess fleiri
lög hefir það) sögðu Rómverjar. Það er betra að láta
hið gamla kyrrt, »quieta non movere«, en spilla því með
fljóthugsuðum lagasetningum. En þó er það verst við
þetta frumv., að það innleiðir hjer öfugan »communismus«r
það ljettir á þeim ríkari og þyngir á þeim snauðari. I
Reykjavfk t. d. og þar sem nú er goldiun húsaskattur til