Kirkjublaðið - 02.09.1894, Side 6
hafa lög 12. maí 1882, sem halda fram samkomulags-
stefnunni, ekki þegar borið árangur? Frá 1882 til 1894
eru 52 af hjer um bil 290 kirkjum landsins komnar und-
ir umsjón safnaðanna, og má því ætla, að líkt muni
smámsaman með góðu fara eptirleiðis, eða er svo bráð
þörf á, að allar kirkjur landsins komi í safnaða hend-
ur, og hefir sú stutta reynsla sýnt að þeim sje betur borg-
ið hjá söfnuðunum, en bændum og prestum? Árið 1887
voru 26 kirkjur komnar í hendur safnaðanna, af þeim
voru þrjár, eða hjer um bil 12°/o, í »laklegu« ástandi, en
4, eða 16°/o í »ágætu« standi; af 119 prestakirkjum voru
17, eða rúmlega 14°/o í »laklegu« standi, en 15, eða tæp-
lega 13°/o i »ágætu« standi; af 145 bændakirkjum voru
12, eða hjer um bil 8°/o »laklegar», en 22, eða hjer um bil
15°/o í »ágætu« standi. Reynsla er því eigi fyrir því, að
meðferð safnaðanna á kirkjunum taki meðferð presta, og
því síður eigenda stórum fram, enn sem komið er. Eru
nú vorra tíma Staða-Árnar svo vissir um, að einstökum
bændum sje ekki eins vel trúandi fyrir kirkjum, eins og
söfnuðum. Munu margir söfnuðir, sem ekki hafa annað
við að styðjast, en þær tekjur, sem hið fyrra frumvarp
ætlar þeim — því kirkjujörðunum halda klerkar — ráð-
ast í að byggja steinkirkjur, eins og Ásgeir heitinn á
Þingeyrum, Pjetur Jónsson í Reykjahlíð og Jón sál Jóa-
kimsson á Þverá? Og ætli söfnuðir að byggja kirkjur
með landssjóðs lánum, eins og prestar geta og hafa gjört,
skyldi það eigi reynast erfiðara eptirleiðis, þegar Oarðs-
söfnuður i Kelduhverfi er búinn að sýna, hvernig hann
hefir það? Þessi söfnuður fjekk, 1888, 600 kr. lán gegn
vöxtum Qg afborgunum, til að byggja G-arðskirkju. Hann
borgaði skilvfslega fyrstu tvö árin, en síðan ekkert í
þrjú, og er búið að segja honum upp láninu, hver sem
borgar, því það er ávallt erfitt, að koma ábyrgð fram
við marga, sem eru í söm-u skuld. Afleiðingin mun því
verða sú, að söfnuðir fá ekki lán til kirkjubygginga og
kirkjuaðgjörða, nema einstakir menn taki upp á sig á-
byrgðina, sem ástundum mun reynast hæpið, að fáist.
Þá eru þær greinar frumvarpsins, 1. og 2., sem vald-
bjóða prestum og eigendum að láta af hendi kirkjur sínar,