Kirkjublaðið - 02.09.1894, Blaðsíða 8
168
sínum, t. d., eins og skjdda þeirra er til, sporna við
hneykslanlegri sambúð milli ógiptra persóna, sem um of
og óátalið viðgengst sjer í lagi í sjávarhreppunum, held-
ur en mæða og tefja hvort þingið eptir annað með
undirstöðulausum og viðvæningslegum frumvörpum um
tekjur kirkna og presta. Þesskonar nýmæli hafa ein-
hvern síngirndar keim, sem skeð gæti að þing og þjóð
yrðu leið á með tímanum, og það ræki að þvf, að menn
hjer eins og á Englandi tæki kjörgengi af prestum, en
ljetu sjer nægja, að eiga biskupinn í efri deild. Þessum
báðum frumvörpum ætti þvl, eins og Þórður bóndi á
Rauðkollsstöðum einu sinni stakk upp á um annað frum-
varp, að vísa á sinn fæðingarhrepp. Allir vita hvar
hann er.
Bessastöðum í septembermánuði 1894.
GRÍMUR THOMSEN.
Grein kirkjubóndans á Bessastöðum verður svarað næst. Ritstj.
K Jóhannes skírari.
Eptir prestaskólakennara Jón Helgason.
(Framh.).
V. Jesiís lœtur slcírast.
Þannig hjelt Jóhannes áfratn hinu tvenns kortar starfi
sínu um hrið og prjedikaði ýmist eða skírði. Aðsóknin
varmikilog mannfjöldinn fór dagvaxandi umhverfis hann.
Auðvitað hefir Jóhannes sjeð margan manninn hverfa
burtu, án þess að láta skírast; en hin mikla aðsókn var
honum þó hins vegar lifandi vottur þess, að Messíasar-
þráin hefði aldrei náð hærra stigi í Israel en nú, og það
var honum ný staðfesting þeirrar sannfæringar hans, að
þess væri ekki langt að bfða, að Kristur kæmi opinber-
lega fram. Þess vegna starfaði Jóhannes með óbifanlegri
trúmennsku i köllun sinni. • Það er engum efa bundið,
að Jóhannes hefði getað, ef hann hefði viljað, fengið lýð-
inn á sitt vald í þeirri trú, að hann væri Messias, því
sú skoðun var undir niðri hjá þorra manna og jafnvel
ráðið í Jerúsalem var ekki fjarri því að vera sömu skoð-
unar. Og þegar því sendiherrar ráðsins í Jerúsalem