Kirkjublaðið - 02.09.1894, Qupperneq 10
170
skírast. Jóhannesi mun hafa orðið starsýnt á hinn ó-
kunna mann, því slíkan svip, slikt augnaráð hafði hann
aldrei fyrri sjeð og heilagur alvörublær hvíldi yíir hinni
hreinu og björtu ásjónu; hann var svo ólíkur öllum þeim,
er hingað til höfðu komið og beiðst skírnar. Þegar svo
.Tóhannes að vanda sínum lagði fyrir hann spurningarnar
um iðrun og apturhvarf og hinn ókunni maður að líkind-
um svaraði: »Jeg þekki enga synd!« þá mun nýtt ljós
hafa tendrazt í hjarta skírarans og sú hugsun flogið hon-
um í brjóst: Það er hannl þaðerhann! þessi er Messías,
sem jeg hefl greitt veg! — Honum fórst þó ekki eins og
Pjetri síðar, að hann segði: »Vik burtu frá mjer, herra!
því jeg er maður syndugur*, heldur mun Jóhannes hafa
hugsað svo: nú er minu starfi lokið, því nú er hann kom-
inn, sem mjer er meiri, hann, sem skírir með heilögum
anda; jeg vil verða fyrstur til þess að taka skírn af hon-
um! — Jóhannes færðist því undan að skíra hann og
mælti: »Mjer er þörf, að jeg skírist af þjer og þú kem-
ur til mín«. Jesús bar ekki á móti því, að svo væri, en
svaraði að eins: »Veittu mjer þetta, því þannig ber
okkur að fullnægja öllu rjettlæti*, og þá Ijet Jóhannes
það eptir honum, og jafnskjótt sem Jesús stje upp úr
vatninu, sá Jóhannes teiknið, sem Guð hafði lofað honum:
andann í dúfulíki koma frá himnum og staðnæmast yfir
honum.
Aldrei hafði Jóhannes lifað sælli stund á æfi sinni!
Hann hafði sjeð Messías, eptirvæntingu alls Israels um
margar aldir; hann hafði nú sjeð hann augliti til auglit-
is, sem spámennirnir höfðu spáð um og hann sjálfur prje-
dikað, þótt hann þekkti hann ekki; hann hafði heyrt
hina blíðu og hreinu raust hans og heyrt föðurröddina
vitna um hann: »Þessi er sonur minn elskulegur, sem
jeg hefi velþóknun á!« Nú opnuðust augu skírarans til
fulls: Messías átti ekki að birtasf sem voldugur dómari,
heldur sem ljúfur friðarhöfðingi; hann var ekki kominn
ti! þess að láta lýðinn þola hegningu fyrir syndir sinar,
heldur til þess sjálfur að líða saklaus fyrir syndir alls
heimsins.
Vjer höfum áður minnzt á breytingu þá, er varð á