Kirkjublaðið - 02.09.1894, Síða 11
171
prjedikun skirarans eptir að hann hafði sjeð Jesús og
skirt hann. Frá þessari stundu fær ræða hans annan
blæ, eins og sjálfur skirarinn breytist. Aður hafði hann
verið harður og ógnandi, og ekkert sjeð nema synd og
spillingu, bæði hjá sjálfum sjer og öðrum, og yfir vofandi
dóm, ef menn ekki iðrist og taki sinnaskiptum. Nú er
rödd hans blíðari og ástúðlegri, hann er glaður í auðmýkt;
því í stað hins stranga dómara, sem með varpskúflu í
hendi hreinsar láfa sinn, sjer hann frelsarann sem auð-
mjúkt og litillátt fórnarlamb og gleðin skin út úr augum
skírarans, er hanu bendir á Jesús og segir: »Sjá það
Guðs lamb, sem ber heimsins synd!« Sem vinur brúðgum-
ans gleðst Jóhannes nú við rödd brúðgumans og gleði hans
er fullkomin (Jóh. 1; 29). — Nú sjer Jóhannes ekki fram-
ar ríki himnanna sem hinn mikla og ógurlega dag Drott-
ins, heldur sem velþóknanlegt náðarár frá Drottni. Aður
hafði skírarinn einblínt á hina heilögu reiði, nú gleðst
hann yfir hinum heilaga kærleika. Þess vegna gremst
honum það ekld, að annar kemur, sem skyggir á hann,
heldur játar f glaðri auðmýkt: Hann á að vaxa, en jeg
að minnka!
VI. Þýðing sMrnar Jesú.
Það getur varla hjá því farið, að sú spurning komi
upp í brjósti hvers hugsandi lesara, er dvelur við æfi-
feril skírarans: Hvers vegna og í hvaða tilgangi tók
Jesús skirn af Jóhannesi? Vjer viljum því heldur
ekki leiða þessa spurningu hjá oss, heldur leitast við að
svara henni og með svari voru gjöra grein fyrir þýðingu
skírnar Jesú.
Þegar vjer virðum fyrir oss skírn Jesú og hins veg-
ar höfum hugfasta þýðingu vatnsskírnar Jóhannesar, sem
var iðrunarskírn til syndanna fyrirgefningar, er óhjá-
kvæmilegt, að sú hugsun vakni hjá oss: Hvernig gat
Jesús, hinn heilagi og syndlausi Guðs son, sem »ekki
þekkti synd« (2. Kor. 5,21) og »svik voru ekki fundin i
lians munni« (1. Pjet. 2,19.), tekið iðrunarskírn til synd-
anna fyrirgefningar? Hvernig gat Jesús iðrast, sem ekk-
ert brot hafði drýgt? Hvernig þurfti hann fyrirgcfningar,