Kirkjublaðið - 02.09.1894, Blaðsíða 13
r?3
viU eicici gjöra undantekningu, j)vi hlýðni hans er tak.
markalaus.
Til þess að fullnœgja öllu rjettlœti lætur Jesús skírast.
Aðal-áherzlan við skírn Jesú liggur ékki á því, sem Jó-
hannes gjörði er hann skírði Jesús, heldur á því, sem
Jesús gjörði, er hann tók skírn aí' Jóhannesi, án þess
sjálfs sín vegna að þarfnast hennar, eða með öðrum orðum:
aðal-áherzlan liggur á hlýðni þeirri við öil hoð Giuðs til
mannanna, sem Jesús sýndi með því jafnvel að láta skír-
ast með skírn, er var ætluð syndugum mönnum. Skírn
Jesú var þannig hátíðlegt loforð frá hans hálfu um hlýðni
við öll Gtuðs boð og skipanir; hann lofar ekki að eins
fyrii sjálfan sig að breyta í öllum greinum Guði velþókn-
anlega, heldur lofar hann einnig að uppfylla allar kröfur
hins guðlega lögmáls til mannanna í mannanna stað,
svo að hlýðni hans geti orðið tileinkuð mönnunum, þ. e.
þeim, sem vilja trúa á hann. En þetta er að eins önnur
hlið málsins. Hin hliðin er þetta: með því að láta sldr-
ast þeirri skírn, sem ætluð var syndugum mönnum, tjáir
Jesús sig fúsan til þess að láta telja sig meðal syndugra
manna, þótt hann sje heilagur og fiekklaus; en um leið
og hann tjáir sig fúsan til þess að láta telja sig meðal
syndugra manna, tjáir hann sig jafnframt fúsan til þess,
að þola þá hegningu, sem mannkynið liafði tilunnið, að
líða einn íyrir alla. Jesús lofar þannig í skirninni þeirri
hlýðni við vilja föðursins, er auðsýndi sig í öllu lífi hans
og náði sínu hæzta stigi á krossinum á Golgata; — hann
lofar annarsvegar: að gjöra allt, sem Guðs vilja sje sam-
kvæmt og hins vegar: að þola allt, sem Guði þóknist að
láta fram við hann koma; — hann lofar með öðrum orð-
um annarsvegar: verkhlýðni, hins vegar : þolhlýðni í öllu
lífi sinu, en í þessari tvenns konar hlýðni er einmitt
endurlausnarverkið fólgið.
Vjer sögðum áður, að í skírn Jesú hafi aðal-áherzlan
legið, ekki á því sem Jóhannes, heldur því, sem Jesús
og — vjer bætum því nú við — á þvi, sem faðirinn gjörði.
Faðirinn tekur sjálfur þátt í athöfninni, þegar sonurinn
lætur skírast. Og hluttaka hans var bæði fólgin í því,
sem augað sá og eyraðheyrði: anda-niðurstigningunni og