Kirkjublaðið - 02.09.1894, Blaðsíða 15

Kirkjublaðið - 02.09.1894, Blaðsíða 15
að Jóliannes því hefði ekki starfað til einkis eða misskilíð köllunarverk sitt, að greiða Messíasi veg. (Framh.). Stjarnan. Blessaða stjarna á himninum háa hýrt sem að leiptrar í fjarskanum bláa! Líttu nú á mig, æ, lof mjer að sjá þig! :,:Blessað litla ljós:,: Jeg átti himin, sem heiður var áður, hreinum og blikandi vonstjörnum fáður. Líttu nú á mig, æ, lof mjer að sjá þig! :,:Blessað litla Ijós:,: Aptur af hjarta jeg óska að sjá hann æskunnar sakleysis himininn bláan. Líttu nú á mig, æ, lof mjer að sjá þig! :,: Blessað litla ljós :,: Lengi’ hef jeg syrgt hann, og sárt hef jeg grátið, í svartnætti geng jeg, því hann hef jeg látið. Líttu nú á mig, æ, lof mjer að sjá þig! :,: Blessað litla ljós:,: Æ, reyndu’ að skapa mjer aptur í lijarta ástfagran himin með vonarljós bjarta. Littu nú á mig, æ, lof mjer að sjá þig! :,:Blessað litla ljós:,: ■JÓNATAN ÞORSTEINSSON. Höf. þessa kvæðis er nýlátinn af holdsveiki. fertugur að aldri. Hann var hættur búskap, og dvaldi nú síðast hjá móður sinni og stjúpföður á Hæli í Flókadal í Borgaríirði. Frá hjeraösfundum 1894. 4. Hjeraðsf. K,jalarnessl)ings var 12. þ. m. Við voru 4 prestar og 8 fulltrúar. Samþykkt var, að Brautarholtskirkja kæmi í umsjón safnaðar. Viðstaddir prestar gál'u til prestaekknasjóðsins.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.