Kirkjublaðið - 01.12.1894, Blaðsíða 2

Kirkjublaðið - 01.12.1894, Blaðsíða 2
‘210 var komið, eins og lesa má í Matteusarguðspjalli 11. kap. 7.—19. vers. En efni ræðu hans var þetta: Enginn dragi þá ályktun af orðsendingu skírarans til mín, að hann sje maður óstyrkur og staðfestulaus, beygi- legur sem reyr, er blaktir fyrir vindi. Má vera, að þjer nú hafið það álit á honum, en víst er um það, að þjer voruð annarar skoðunar, er þjer þyrptust út að Jórdan, til þess að sjá hann og heyra. Þá fóruð þjer þangað ekki til þess að sjá óstyrkan mann, líkan reyrnum á fljótsbökkunum, sém vindurinn skekur. Ekki var Jóhann- es heldur eins og höfðingjar þessa heims, að hann lifði fyrir nautn veraldiegra gæða, klæddur mjúkum fötum, eins og þeir, sem lifa í höllum konunganna. Ekki stafar óþreyja hans í fangelsinu frá þvi, að hann fýsi lausnar- innar, til þess að geta notið sællífis og makinda í heim- inum; enda voruð þjer ekki þeirrar skoðunar á honum, er þjer fóruð út á eyðimörkina; því þjer fóruð þangað til þess að sjá mann, er hafði helgað Guði líf sitt og mat öllu öðru fremur, að gjöra Guðs vilja og vinna það verk, sem Guð hafði fengið honum í hendur. Þjer leituðuð á fund Jóhannesar í þeirri trú, að hann væri spámaður, og það er hann einnig. Jóhannes er ekki að eins öllum öðrura spámönnum æðri, heldur er enginn sá af konu fæddur, sem meiri sje en Jóhannes; því hann er fyrir- rennari Messíasar sjálfs, sem spámennirnir hafa spáð um, hann er hinn annar Elías! En hins vegar megið þjer ekki af hinni miklu þýðingu Jóhannesar og af hinu há- ieita verki, er Guð fjekk honum að leysa af hendi, draga neinar ályktanir viðvíkjandi stöðu Jóhannesar í Guðs ríki, því þótt enginn sje meiri en Jóhannes af öllum þeim, sem af konu eru fæddir, þá er »hinn minnsti í ríki himn- anna honum meiri«. Skilyrðið fyrir því, að ná inngöngu í ríki himnanna er ekki í þvi fólgið, að Guð hafi gefið oss háleitt og göfugt verk að vinna í heiminum, heldur í því, að vjer með þvt að veita Messíasi viðtöku, sjeum komnir í samfjelag við Guð, sem sendi hann, eins og börn við föður sinn. Þrátt fyrir hina miku þýðingu sína, er Jóhannes enn þáfyrir utan þröskuld Guðs ríkis, því hann er enn þá ekki kominn til hvíldar og friðar 1 hinni þjarg-

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.