Kirkjublaðið - 01.12.1894, Blaðsíða 3

Kirkjublaðið - 01.12.1894, Blaðsíða 3
föstu trú á Messías og er því minni en hinn litilmótleg- asti maður, sem ekkert háleitt hlutverk hefir af Guði þegið, í samanburði við Jóhannes, en fyrir auðmjúka og barnslega trú (sbr. Mark. 10, 15) á Messías er þegar orð- inn borgar i íríki himnanna. En sá, sem orðinn er borgari f ríki himnanna hefir þegar sjeð og heyrt það, sem marg- ir spámenn og rjettláttir girntust að sjá, en sáu ekki, og að heyra, en heyrðu ekki (sbr. Matt. 13, 17.). — En verk það, sem Jóhannes hefir leyst af hendi með svo mikilli trúmennsku, er ekki minna fyrir það, þótt »hinn minnsti í riki himnanna sje honum meiri«, sem sjá má af áhrif- ura starfsemi hans; því siðan Jóhannes kom fram, vilja menn með ofbeldi brjótast inn í riki himnanna og ofríkis- lega hrífa það til sín (Matt. 11, 12. Lúk. 16, 16). — Þannig vitnaði Jesús um skirarann, sem sent hatði til hans úr fangelsinu og sýnir vitnisburður Jesú, hvilíkt álit hann hafði á skíraranum. En þótt Jesús segði um Jóhannes, að hinn minnsti í ríki himnanna væri honum meiri eða með öðrum orðum, að Jóhannes stæði enn fyr- ir utan Guðs ríki, þá er engin ástæða til þess að teygja þessi ummæli svo, að sú skoðun verði lesin út úr þeim, að staða Jóhannesar gagnvart Guðs riki hafi haldizt óbreytt það sem eptir var æfidaga hans og að honum eins og Móses forðum, haíi að eins auðnazt að líta inn í hið fyrirheitna land, án þess að stiga sínum fæti á það. IX. Æfilok Jóhannesar skírara. Ræða sú, er Jesús hjelt fyrir lýðnum í Jerúsalem, um skírarann, varð eins konar líkræða yfir Jóhannesi, þótt hann þá enn væri á lífi. Því skömmu síðar barst sú fregn til Jerúsalem og þaðan út um land allt, að spámaðurinn, sem hafði prje- dikað og skírt úti við Jórdan, hefði endað æfiskeið sitt og hlotið spámannslaunin, eins og Gyðingaþjóðin var vön að gjalda þau spámönnunum, sem Drottinn sendi henni (sbr. Matt. 23, 30. 31.). Heródías hafði ekki getað gleymt því, að Jóhannes hafði dirfst að lasta hneykslaniega sambúð hennar við Heródes Antipas; mun hún opt hafa reynt að fá Heródes, til þess að láta taka hann aflífi, en Heródes

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.