Kirkjublaðið - 01.12.1894, Blaðsíða 12

Kirkjublaðið - 01.12.1894, Blaðsíða 12
2' 0 Nafnið »For Kirke og Kulturc bendir til stefnu blaðsins. Það yill sýna allt menningar- og vísindalíf nútímans í ljósi kristin- dómsins og samþýða hvorttveggja. Ritstjórarnir eru þeir sjera Th. Klaveness, sem meðal annars heíir gefið út mikið gott spurningakver (Kbl. III, 7) og Christoffer Bruun, sem lengi hefir stjórnað alþýðuháskóla og er eflaust mörgum að góðu kunnur, meðal annars af blaði sínu »For frisindet Kristen- dom«, er hann hjelt úti í fáein ár, og þýtt hefir verið úr í »Sam.« Ritið kemur út í 10 heptum á ári, alls 40 arkir, og af því eru lOarkir bókmenntatíðindin. Verðið er 5 kr. (Th. Steen, Kristjanía). Prófastnr er ski.paður af biskupi 10. f. m., í Suður-Múlaprfd., sjera Jóhann L. Sveinbjarnarson á Hólmum í Reyðarfirði. Lansn frá prestskap hefir landshöfðingi veitt 12. f. m. sjera Pjetri Guðmundssyni í Grímsey frá næstu fardögum. Bptirlaun eigi á- kveðin að sinni. Danskar messur í Reykjavík eru afnumdar með konungsúr- skurði 19. septemter. Sunniidagaskóli Reykjavíkur heldur áfram í nokkuð breyttri mynd, eða að eins sem guðsþjónusta fyrir börnin með prjedikun og sálmasöng. Aptansöngur fer fram í dómkirkjunni í vetur annan hvorn snnnudag og prjedikar prestaskólakennari Jón Helgason. Prestakallalán hafa fengið Auðkúla 600 kr. til kirkjubygg- ingar, Hruni 600 kr. til vatnsveitinga og Staður í Grunnavík 2000 kr. til túngirðingar. Allir, sem unna Kbl. lengra lífs en næsta ár, ættu að hvetja granna og kunningja til að sæta hinu góða boði útg,, auglýstu í 2 síðustu tölublöðum og víðar. Þegar notuð frímerki af Kbl. eru keypt fyrir hálfvirði, eins og auglýst hefir verið, fa nýir kaupendur 75 arkir fyrir 2 kr. — Poreldrar, sem kaupa þurfa eitthvað handa börnum sínum að lesa, ættu sjerst&klega að sæta þessu boði. Smáritin íara og að verða hentugt lestrarkver í barnaskólum. Smárit, nr. 10—11. ofsend, óskast endursend, en nr. 6—7 van- send sendast jafnskjótt og útg. er gjört aðvart. Sameiningin, mánaðarrit hins ev. lút. kirkjufjel. ísl. í V.-h. 12 arkir, 9. árg. Ritstj. sr. Jón Bjarnason í Winnipeg. Verð hjer 2 kr. Hjá bóks. Sig. Kristjánssyni í Rvík o. fl. víðsv. um land. Kirkjublaðið — borg. f. 15. júlí — skrifleg uppsögn sjekom- in til útgefanda fyrir 1. októb. — 15 arkir auk smárita. 1 kr. 50 a. i Vesturheimi 60 cts. Eldri árg. fást hjá útgef. og útsölum. Inn á hvert einasta heimili. RITSTJÓBI: þórhallur bjarnarson. Frentað 1 ísaloldar prontsmiðju. Keykjavík. 1694.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.