Kirkjublaðið - 01.12.1894, Blaðsíða 5

Kirkjublaðið - 01.12.1894, Blaðsíða 5
213 35.) sagði Jesús um hinn látna vin sinn, og hlýtur hver sá, er i anda fylgir Jóhannesi á æfileið hans frá Hebron til Makkæros, að kannast við sannleik þessara orða. «Hann var brennandi og skært logandí ljós«, hin sfðasta og jafnframt skærasta stjarna á nátthimni hins gamla sáttmála, en hlaut þó að blikna, er hinn mikli dagur frelsisins upprann og hin dýrlega sól hins nýja sáttmála hóf göngu sína. Jóhannes skírari stóð mitt á milli hinna tveggja stóru tímabila í sögu mannkynsins, samtíðis boð- andi, að hið gamla væri á förum og hið nýja í nánd. Hann hefir getið sjer ódauðlegt nafn, því meðan nokkur játar Jesú-trú og í auðmýkt beygir knje sín fyrir frelsar- anum, mun einnig skírarans verða minnzt. Fyrir oss kristna menn fyrnist þýðing skírarans aldrei, því — eins og vjer sögðum í upphafí greinar þessarar — enn þá liggur vegurinn til frelsis og friðar fyrst niður að Jórdan og þaðan til Betlehem og Golgata, svo sannarlega sem einlæg syndameðvitund er skilyrðið fyrir því, að frelsis- boð friðarhöfðingjans geti orðið oss dýrmætt og hjörtu vor fagnandi veitt hjálpræði hans viðtöku. En auk þessa er Jóhannes skírari oss jafnan hið fegursta dæmi trú- mennsku og skyldurækni, bindindissemi og auðmýktar í köllun vorri, í hvaða stöðu sem Drottinn setur oss, en þó einkum og sjer i lagi öllum þeim, sem eiga að greiða frelsara heimsins veg til hjartnanna. Þvi auðmýktar- játningin, sem einkenndi allt lif skirarans, verður á öll- um timum að vera einkunnarorð allra sannra Krists þjóna: »Ilann á að vaxa, en jeg að minnka«. Bænir móðurinnar er blessun framtíðarinnar. Nú þegar nálgast hin blessaða friðar- og fagnaðarhá- tíð, jólin, kemur mjer til hugar saga, s'em gjörðist fyrir rnörgum, mörgum árum. Nú er jeg orðinn aldraður mað- ur, en þá var jeg ungur, og aldrei hafa svo jól liðið síð- an, að mjer hafi eigi komið þessi atburður til hugar; hann gjörðist rjett fyrir jól, og jeg er sannfærður um, að hann hefir haft svo mikil áhrif til góðs á líf mitt, að jeg

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.