Kirkjublaðið - 01.08.1895, Qupperneq 3

Kirkjublaðið - 01.08.1895, Qupperneq 3
að eins að fást við prestskap sinn, guðfræði og andleg eíni, en láta allt veraldlegt afskiptalaust að þvi leyti sem mögulegt er. Hin skoðunin er sú, að prestar eigi að gefa sig við sem flestu og reyna að láta alstaðar sem mest til sín taka. Ilin fyrnefnda skoðun hefir einkum komið í ljós í ýmsum ummælum »blaðanna« við og við; en hin síðar- nefnda hefir einkum komið í ljós i framkvæmdinni. Sú skoðun, að prestar eigi eingöngu að fást við prest- skap og guðfræði, styðst þó við gagnólikar lífsskoðanir. Annars vegar kemur hún fram hjá kirkjumönnum, og þá helzt hinum strangari, eða þá hjá þeim, sem sjálfir nær eingöngu stunda guðfræði og fást við andleg efni, en leiða allt annað hjá sjer, sem þeir geta; og er aðalástæða þeirra auðvitað sú, að prestar, með því að stunda annað meðfram, eyði of mildum tírna til þess og hugir þeirra hneigist um of frá hinu andlega og í veraidlega stefnu, og verði þeir fvrir það miður hæfir til að gegna hinni and- legu köllun sinni, sem er þó aðal-lífsköllun þeirra. Astæð- an hjá þessum mönnum er þá vandlæting og umhyggja fyrir málefni Guðs rilds. Hinsvegar kemur þessi sama skoðun á verksviði presta fram hjá þeim, sem hyggja í gagnstæða átt og lítilsvirða kirkju og kristindóm. Mun Það helzt eiga rót sína í því, að þeir óttast, að prestar konii sinum »kreddum« að, sein þeir svo kalla, eða hugsa, þeir á einhvern hátt geti unnið sjer í hag með því, eÞa þá, að þeir vilja koma í veg fyrir, að kirkjunnar Þjónar geti haft nema sem minnst áhrif á þjóðfjelagsleg málefni, með öðrum orðum: gjöra presta að þjóðfjelags- iegum »núllum«; en það hyggja þeir að bezt muni vinn- ast með þvi, að prestar hafi afskipti af sem fæstu, og sjýu rigbundnir við andleg efni, sem þeir álíta tómann Þjegómann. Ástæðan hjá þessum mönnum er því um- Þyggjan fyrir þvi, að sú trú og það siðferðislögmál, sem prestar prjedika, nái sem minnst til þess að hafa áhrif á jelagslífið. Þá eru enn nokkrir, sein hafa þessa sömu skoðun á afskiptum presta af veraldlegum málum, sem vorugan þann flokkinn fylla, sem hjer hefir verið talinn. s «íða þeirra er sú, að þeir lialda, að prestar með hinuin vera dlegu störfum sínum standi alþýðunni í vegi; hún læri

x

Kirkjublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.