Kirkjublaðið - 01.08.1895, Qupperneq 4
ÍS2
aldrei neítt og venjist aldrei á neitt, þar sem prestarnir
gjöri það fyrir hana, sem hún ætti sjálf að geta gjört.
Vera kann og, að sumir kasti þessari skoðun fram at-
hugalaust, án þess að gjöra sjer nokkra hugmynd um,
hvort nokkur ástæða er til hennar; en til þeirra þarf
ekki tillit að taka.
Þá er að athuga ástæður hinna, að hvað miklu leyti
þær eru gildar. Fyrst er þá það, að prestar með því að
stunda annað en prestskap eyði ot-miklum tíma frá hon-
um og hugir þeirra hneigist of rajög í veraldlega átt við
það að fást við veraldleg störf. Þessi ástæða heíir efa-
laust við talsverð rök að styðjast, og hætt er við, að af-
skipti þeirra af veraldlegum málum nái stundum allt o£
langt, beint af þeirri ástæðu, sem hjer hefir verið talin.
En hins vegar geta þeir' líka gengið of langt í hina átt-
jna, of langt í því, að hafna sem mest öllum veraldlegum
sýslunum. Ef einhver prestur tæki upp á því, að loka
sig inni allan daginn, dag eptir dag að staðaldri, og lesa
guðfræði, semja ræður, biðjast fyrir eða vera eingöngu í
andlegum hugleiðingum, þá yrði sá hinn sami með tíman-
um lítt hæfur til prestskapar, einmitt fyrir það, að hann
samlagaði sig ekki öðru fólki, og vissi ekkert hvað frarn
færi í kring um hann. Hann gæti sjálfsagt flutt svo og
svo »lærðar« kenningar, og ef til vill haldið svo og svo
mælskar tölur, ef hann er vel máli fariiin; en það er
hætt við því, að kenningar hans yrðu of lærðar fyrir al-
þýðu manna og utan við lifið, yrðu mestmegnis guðfræðis-
legar setningar, sem ólærðir menn skildu lítið í og litla
þýðingu hefðu fyrir líflð, þótt þær gætu haft þýðingu fyr-
ir guðfræðina, eða þær yrðu tóm andvörp og »upp-
hrópanir«, sem að eins fjellu í góðan akur hjá æstum
mönnum og trúvinglurum. Það væri því hjer um bil sama
sem hann talaði á því tungumáli, sem alþýða manna
ekki skildi. 0g þó mundi enn ver fara, þegar hann ætti
að koma fram sem sálusorgari í söfnuði sínum. Þá
strandaði allt á því, að hann hefði ekki næga mannþekk-
ingu og ekki næga lítsreynslu; en slíkt er þó i þeim
efnum heilladrjúgara en hvað mikill lærdómur sem
vera skal. Það er því í þessu sem öðru, að hóf er bezt