Kirkjublaðið - 01.08.1895, Page 8
m
œikil likamlog áreynsla, sem þreytir manninn mikið,
sljóvgi andlega hæfileika mannsins, og er því varhuga-
vert fyrir þá, sem þurfa að hafa mikla andlega áreynslu,
að þreyta sig til muna með líkamlegri vinnu, ef hjá því
verður komist. Sjerstaklega ættu þeir prestar, sem hafa
mikil og erflð ferðalög, alls ekki að leggja að sjer líkam*
lega vinnu, sem og ekki heldur þeir, sem hafa veiklaða
heilsu eða farnir eru að eldast til muna.
Búskapur. Af öllum þeim störfum, sem prest-
ar hafa á hendi, tekur búskapurinn upp langmestan
tima fyrir þeim, ef þeir stunda hann rækilega, og
það opt svo mikinn tima, að prestskapurinn sjálfur
hlýtur stundum að verða á hakanum. Búskapurinn hjer
á landi er svo erflður og umsvifamikill, að ekki veitir
fullkomlega af meðalmannskröptum til hans, eins og
reynslan sýnir daglega; og það þó að menn hafl vanizt
við búskaparstörf frá barnæsku, hvað þá, ef menn koma
að þeim flestum ókunnugir. Það virðist að vissu leyti
vera mjög óheppileg tilhögun, að prestum sje gjört að
skyldu að búa, eins og kalla má að þeim sje gjört, 3jer-
staklega ef þeir ekki vilja lifa einhleypir. En það er
ekki svo auðvelt að komast hjá þessu, eins og hjer til
hagar. Þjóðin er efnalítil og getur átt erfitt með að sjá
prestum fyrir nægilegu kaupi, til þcss að þeir komizt
vel af með fjölskyldu, nema því að eins að þeir stundi
aðra atvinnu meðfram, og þá liggur búskapurinn optast
næst. Vitanlega eru ýmsir prestar engir búmenn, en
búskapurinn fleytir þeim þó all-flestum áfram betur en
tekjurnar einar mundu gjöra; og illa gengur búskapurinn
þá, ef tekjur þeirra af búinu i meðalári ekki verða nota-
drýgri en reitings-tekjur af embættinu. Raunar er það
enn leiðinlegra fyrir embættismerm en aðra að búa illa,
með því að það ber enn meira á þvi, og hætt er við,
að það geti nokkuð rýrt virðingu þá, sem þeim er nauð-
synlegt að njóta, ef þeir eru ekki því meiri afburðamenn
að öðru leyti. 0g það er meira að segja hættulegt fyrir
stöðu prestsins, ef hann þarf að vera háður söfnuðum
sínum um skör fram, eða kominn upp á hjáip annara,
frekara en mcnn eru almennt hver upp á annan komnir