Kirkjublaðið - 01.08.1895, Side 10

Kirkjublaðið - 01.08.1895, Side 10
188 höfundur fjelagsins hafði forsætið og er hann í miklum hávegum hafðnr og hefir þáð sæmdir stórar. Þegar lýsa á fjelagi þessu, verður víst fyrst spurt að, hvað fjelagið sje, að hverju það stefni og hvernig því sje fyrirkomið. Nokkuð af svörunum liggur í nafn- inu sjálfu, sem sje að safna undir merki Krists hinni uppvaxandi kynslóð ungra raanna, efla og styðja hjá henni sannan og persónulegan kristindóm, glæða og vekja fjörugt og fagurt lifandi trúarlíf, verja unglingana fyrir vantrú og doða aldarandans og mynda eitt sterkt bræðra- samfjelag innan safnaðar Jesú Krists hjer á jörðunni, þar sem einkum er ástundaður kristilegur kærleiki inn- byrðis, samkvæmt boði Drottins vors og frelsara, og guðsorð og bænin látin búa ríkulega meðal vor. Að þetta verði sem fullkomnast er aðaltakmark fjelagsins og með bæn og innilegum áhuga má komast langt þegar Guð er í verki með. Það sem fjelagið gjörir til þess að ná tilgangi sínum er í stuttu máli þetta: Fjelagið sjer um að stofnað sje heimili þar sem allir fjelagar eiga að- göngu að og þar sem þeir geta verið eins og heima. Fyrirkomulag þessara heimila er mjög mismunandi eptir því sem tilhagar á hverjum stað, eptir efnum og ástæð- um. Þegar ein fjelagsdeild getur, kemur hún sjer upp eigin húsi, en leigir þangað til. Hjer i Khöfn er heimil- inu þannig háttað, að i sambandi við það er góður mat- reiðslustaður, þar sem fjelagsmenn geta tengið kröptugt og ódýrt viðurværi; svo höfum vjer einnig tvær lestrar- stofur, er önnur fyrir þá sem reykja og hin fyrir þá, er lausir vilja vera við tóbaksreyk. Á lestrarstofunum er'u framlögð blöð bæði kristilegs og veraldlegs efnis, ýmis- konar töfl eru handa taflmönnum og ritföng handa þeim, er þess þurfa. Þá höfum vjer kontór, bókhlöðu, 2 fund- arsali, kennslu-herbergi o. s. frv. Á heimilinu njóta menn margra góðra stunda; þar kynnast menn hver öðr- um, tala saman, spiia á hljóðfæri og annað þvilikt. Vjer höfum 2 harmónía og eitt fortepíano. Á sunnudagskvöld- um safnast menn saman og ræða um eitthvað uppbyggi- legt og eru slikar stundir blessunarríkar mörgum manni. Fjelagið býður meðlimuro sínum kennslu í ýmsum grein-

x

Kirkjublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.