Kirkjublaðið - 01.08.1895, Side 11

Kirkjublaðið - 01.08.1895, Side 11
um, æfingu í leikflmi, sðng og ýmsar saklausar skemmt- anir t. a. m. skógargöngur á sumrin, upplestur á ein- hverju íræðandi og skemmtandi á vetrum. En allar skemmtanir eru þannig valdar að vjer getum mcð góðri samvizku lotað og þakkað Guði fyrir þær. Sumum kann nú að virðast, sem þetta surat, er jeg hefi talið snerti meira hið veraldlega líf, en líflð i Guði, en þess ber að gæta að stefna fjelagsins er sú að efla heilbrigðan krist- iudóm, og sá kristindómur fordæmir ekki saklausa gleði °g glaðværð, heldur helgar hana og tekur hana í þjón- ustu sína. Sá maður sem hefir fundið gleðina ( frelsara sínum og er fyrir náð Guðs kominn til lifandi trúar, gengur ekki niðurlútur og hryggur gegnum lífið, heldur er ríkur af innri gleði og ró, sem einkennir hann í öllu lífinu, meðlæti sem mótlæti. Gleðin í Guðs orði og bæn- ariðjunni er það sem setur mark sitt á fjelagslifið hjá oss, en eins og heimurinn og djöfullinn ginnir menn burt frá Guði með syndsamlegum og tælandi skemmtunum, eins tökum vjer fagrar og saklausar skemmtanir, helg- aðar með bæninni um Guðs blessun, í vora þjónustu, ekki til þess eingöngu með þeim að draga unglingana til vor, heldur til þess að bjóða þcim eitthvert mótvægi móti glaumi heimsins og lystingum, því unglingar eru þó allt af unglingar (sjá: Páll Sigurðsson: Prjedikun á fyrsta sunnud. eptir þrettánda). Vort orðtak er: Ekkert sann- arlega mannlegt er óviðkomandi sönnum kristindómi. I þetta fjelag kristinna manna eru teknir menn sem orðn- 3r eru 17 ára, og stefnir fjelagið að því að uppala þá þannig, að þe]-r verði ávallt verðir að vera í tölu ungra tuanna, þött höfuð þeirra þekist hinum hvitu hárum ell- innar og eptir mínu áliti má kristindómurinn einn veita slíka andans æsku, og ekkert annað afl í viðri veröld. Fjelagsmenn skipta með sjer verkum í þjónustu fje- iagsins til eflingar guðsrfkis á meðal vor. Ein nefnd sjer um heimilið, að alit sje í regiu og sem vis.tlegast fyrir meðlimina. Þá hefur önnur nefnd þann starfa á hönd- um taka á móti þeim nýkomnu og tala við þá um Þuð sem heyrir Guðs ríki til og þannig að festa þá við fjelagið o. s. frv.

x

Kirkjublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.