Kirkjublaðið - 01.08.1896, Blaðsíða 3

Kirkjublaðið - 01.08.1896, Blaðsíða 3
1S1 Jeg segi fyrir mig, að af því jeg er fríkirkjumaður' með lífi og sái, fannst mjer þegar jeg las spurningarnar eins og mjer vera skorað á kólm eða til burtreiðar gegn hinum mikilhæfa höfundi, sem kemur fram sem riddari þjóðkirkjunnar. Jeg vona því, að hann misvirði ekki, þótt jeg, sem bæði frá skólaárum okkar ber hinn hlýasta hug til hans og dáist að meistaraverkuni hans í sálma- skáldskapnum, finni mig knúðan til að andmæla honura. Hinni fyrstu spurningu sinni: »hvað er þá eiginlega fríkirkja í þeirri merkingu sem menn venjulega tala um hana?« hefir spyrjandi svarað sjálfur. Hann getur þess, að hann haíi beyrt þá skýringu á þvi, að það sje það sama sem að vera »frí« við kirkjuna. Þetta er lika rjett að nokkru leyti; það getur þá hver verið frl við kirkj- una, sem vill, o: án þess að vera eins og nú á sjer stað neyddur til að styrkja hana með fjárframlögum. Þó er þetta vitanlega ekki hin eiginlega þýðing orðsins »frl- kirkja«, heldur hitt, að riki og kirkja skilji, sambandið milli þeirra sje afnumið. Út af þessum skilnaði ber sjera V. upp spurningar sínar, sem hjer skulu teknar í sömu röð og svarað. 1. »Hvernig á þessi skilnaður að fara fram?« — Með lögum. 2. »Með hvaða kostum?« — Með afarkostuni. 3. »Á hún að ganga slypp frá?« — Já. 4. »Eða með því fje, sem hún hefir nú til umráða?« — Nei. 5. »Eða á hún að fá aptur sínar fornu eignir í viðbót?« — Nei og aptur nei. 6. »Eða á að láta hana fá það fje, sem henni er nægi- legt til framfæris?« — Nei. 7. »Eða sómasarulegt9® — Nei. 8. »Og hvað er nægilegt?« — Ekkert. 9. »Eða sómasamlegt?« — Ekkcrt. 10. »Er kirkjan sjálfsögð að halda áfram sem heild ept- ir að hún er laus?« — Nei. 11. »Eða getur hún skipzt í margar smádeildir?« — Já. 12. »Eða mega þær þá ekki falla niður?« — Jú.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.