Kirkjublaðið - 01.08.1896, Blaðsíða 8

Kirkjublaðið - 01.08.1896, Blaðsíða 8
180 Það væri eitthvað hraparlegt við það, ef sá maður, sem án efa er einn hinn lang-andríkasti (slenzkra kenni- manna, þeirra, er nú lifa, vildi ekki eða þyrði ekki að unna andans stofnuu, kirkjunni, þess frelgis, sem henni ber með rjettu, Um starfsvið sóknarnefnda. Epir sjera Valdimar Briem. Það er stundum kvartað yfir þvi, að sóknarnefndir sjeu aðgerðarlitlar. Þetta mun opt vera svo. En það er að ýmsu leyti eðlilegt, þvi að í fyrsta lagi er það eink- unn alira nefnda að vera sljórri til framkvæmda en þá er einn maður hefir framkvæmd á hendi; í öðru lagi voru sóknarnefndir skipaðar án þess að þá væri brýn þörf á þeim og án þess að söfnuðirnir óskuðu eptir þeim; og í þriðja lagi er starfsvið þeirra mjög óákveðið. Það má líka stundum heyra það á sóknarnefndarmönnum, að þeir ekki viti, hvað þeir eiga að gjöra. Lögin um skipun sóknarnefnda og fleiri kirkjuleg lög, sem síðan hafa verið gefin út,nefna reyndar nokkrar skyldur þeirra. En bæði er það, að þessi lög eru ekki í höndum nærri alira sóknarnefndarmanna, og því að mestu ókunn mörg- um þeirra, þó að þeir ef til vill kunni að hafa heyrt þau einu sinni, og svo eru sumar skyldur þeirra ekki glöggt teknar fram í lögunum. En úr því að sóknarnefndir eru á annað borð, — og hjeðan af verða þær nauðsynlegar, — þá ætti þeirra að sjá einhvern stað; en til þess þurfa þær glöggt að vita, hvað þær eiga að gjöra. Það væri því ástæða til að gefa út erindisbrjef fyrirþær; þyrfti að prenta það og sjá um að það sje í höndum allra sóknar- nefndarmanna. Það er nú hvorki mitt hlutverk að gjöra slíkt, enda brestur mig næga þekkingu á sumu hverju, sem í slíku erindisbrjefi þyrfti að vera. En eigi að síður vil jeg leyfa mjer að vekja máls á þessu og koma með nokkrar bendingar til bráðabirgða. Meðhjálparastörf. Svo er tilætlazt, að sóknarnefnd- armenn sjeu meðhjálparar prestsins við guðsþjónustuna, enda mun það viðast vera venja, að einhver þeirra sje

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.