Kirkjublaðið - 01.08.1896, Blaðsíða 9

Kirkjublaðið - 01.08.1896, Blaðsíða 9
13? það. Sumstaðar eru reyndar fastir meðhjálparar, án til- lits til þess, hvernig breytt er til með sóknarnefndar- menn; og má slíkt auðvitað vel vera, þvi að tæplega er það tilætlun laganna að einskorða þetta svo mjög. Og svo er auðvitað hver, sem tilfæst, tekinn fyrir meðhjálp- ara, þegar hinir tilteknu meðhjálparar eru ekki við kirkju. Ekkert sýníst heldur vera á móti því, að hafa kvennfólk fyrir meðhjálpara; og varla mundi messuskrúð- inn fara ver á prestinum íýrir það. En sóknarnefndanna skylda er að minnsta kosti að sjá um það, að aldrei verði messufall fyrir meðhjálparaleysi. Svo verða þær og að sjá fyrir hringjara. Umsjón með kirkjusöngnum. Það er eitt af störfum sóknarnefndanna að sjá um, að kirkjusöngurinn geti far- ið vel og tilhlýðilega fram, og að ekki þurfi að verða messufall fyrir söngmanna- eða forsöngvaraleysi. Þá er hljóðfæri á að útvega, annast þær um það, og allt, er þar að lýtur. Svo heyrir þeim til, með ráði prestsins, að ráða hæfa forsöngvara eða organista og sjá um borg- un til þeirra, eptir því, sem lög mæla fyrir og nákvæm- ar er ákveðið eða umsamið. Kirkjusiðagœzla. Þá eiga sóknarnefndir að annast um, að guðsþjónustan af hálfu safnaðarins fari að öllu leyti sómasamlega fram eptir iögum og viðteknum regl- um. Sjerstaklega þurfa þær að sjá um, að ekki verði ó- þarfur troðningur, óþarft ráp um kirkjuna nje nokkur skarkali, og yfir höfuð, að ekkert fari fram i kirkjunni eða kringum hana um messutfmann, sem geti haft trufl- andi áhrif á guðsþjónustuna. Þar sera ekki er regluleg lögregla, virðist þetta bein skylda sóknarnefndarmanna, hvort sem þeir eru meðhjálparar eða ekki, og þyrfti þvi jafnan einhver þeirra að vera við kirkju þá er messað er, eða hafa þar mann í sinn stað, ef þeir eru forfallaðir, Við siðgæzlu i kirkjunni geta þeir óefað, ef með þarf, hvatt sjer til aðstoðar hvern mann, sem við kirkjuna er og til þess er fær. Siðgœzla utan kirkju. Það má gjöra ráð fyrir því, að í sóknarnefndir sjeu alltaf kosnir menn af betra taginu. Að minnsta kosti má ætlast til slíks af söfnuð-

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.