Kirkjublaðið - 01.08.1896, Blaðsíða 14

Kirkjublaðið - 01.08.1896, Blaðsíða 14
142 um hana áhrifum Guðs anda; en hann notar mannskrapta tiÍ a‘5 framkvæma sín verk. Og stefnubreyting tíSarandans í áttina að kirkjunni er þá komin fram af starfsemi margra manna, kyrlátri starfsemi, sem ef til vill ber lítið á, starfsemi manna, sem fáir þekkja og sem eru fljótt gleymdir, en hafa þó meS sinni hæglátu starfsemi beint stefnu fjöldans í betri átt og orðið þannig mörgum til heilla og blessunar. Þaö er gömul samlíking um kyrrláta, sam- taka starfsemi hinna mörgu og smáu, að líkja henni við vinnu kóralladyranna, sem, þótt smá sjeu, byggja heilar eyjar með því að leggja sjálf sig til. Sá, sem leggur sjálfan sig til, sá, sem leggur fram krapta þá, sem honum eru gefnir, til óeigingjarnrar starfsemi að góðu og göfugu takmarki, honum verður alltaf nokk- uð ágengt, hann verður mörgum til góðs, þótt fáir þekki hann, hann lifir ekki til ónj'tis, hann nær því fagra miði, að »eiga þegar árin dvína eptir spor við tímans sjá, — spor, sem villtum vegtaranda vísa braut um eyðisand, og sem frelsa frá að strauda farmann þann, er berst á land« Starf hans getur haldið áfram að lifa í blessun, löngu eptir að hann sjálfur er dáinn og nafn hans gleymt á jörðu. Guð gefi oss náð til þess, að lifa slíku lífi, lífi kyrrlátrar, þolinmóðrar starfsemi fyrir málefni það, sem vjer álltum helgast og þýðingarmest af öllu. yyÞolinmóðrar starfsemi«, sagði jeg. Ekki þurfum vjer sízt að minnast orðanna: »í rósemi skal yðar styrkur vera«, til þess að þau minni oss á þá tegnnd róseminnar, sem heitir þolinmœði. Því að starfið í þjónustu kirkjunnar er þess eðlis, að þess getur eigi verið að vænta, að árangurinn sjáist allt af undir eins. Starf- inu að því, að flytja Guðs orð, er opt líkt við sáning, og frelsar- inn sjálfur hafði þá samlíkingu. En sá, sem sáir, getur ekki bú- izt við, að sjá strax sæðið koma upp. Frækornin þurfa að spíra í moldinni og til þess þarf tíma. Og sá, sem reynir að gróðursetja Guðs orð, fræ guðrækni og góðra siða, í hjörtum annara, hvort sem það er presturinn hjá söfnuði síuum, eða kennarinn hjá læri- sveinum sínum, eða foreldrarnir hjá börnum sínum, þarf því að láta rósemina vera sinn styik, svo að hann missi eigi árangurs- vonina og þar með áhugann, þegar hann sjer eigi ávexti starfsemi sinnar koma strax í ljós. Þeir geta komið síðar og munu koma síðar, ef trúlega er unnið. Eklci hittu, í dæmisögu frelsarans, öll fræin troðinn veg eða gruunan jarðveg eða þyrnareit, heldur hittu sum góðan jarðveg og báru mikinn ávöxt, og svo er það enn; og

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.