Kirkjublaðið - 01.03.1897, Side 4

Kirkjublaðið - 01.03.1897, Side 4
36 uður á skiptingunni, því að mannaverk verðnr þetta þó vitanlega. Vísvitandi verður það ekki rangt giört, og enginn getur að því gjört, sem missýnast kann. Þetta liljóta menn að láta sjer nægja, og ættu ekki að láta það vekja hjá sjer rig eða öfund til hinna, sem þeim kann að sýnast að verði betur úti, enda er enginn vissa fyrir því, að þeir sjái rjettara en hinir, sem verkið vinna, það rnun verða hjer sem optar, að sitt sýnist, hverjum, og er það ekki tiltökumál, ef menn reyna að jafna það ailt með góðu og sjerhver vill í sönnum kærieika unna öðr- um þess góðs, er hann kann að njóta, enda þótt það sýn- ist tram yfir verðleika. Það kann að sýnast sprottið af ástæðulausri tor- tryggni að vekja máls á þessu, en það er þó ekki víst að svo sje. Það er að minnsta kosti eðlilegt, þó að mönnum konri slíkt í hug, er menn minnast óánægju þeirrar, sem opt sprettur út af niðurjöfnun fátækraút- svaranna eða annara gjalda tíl almennra þarfa, sem jafnað er niður. Þar er svo sem alltftt, að hverjum fyrir sig tinnst hann vera látinn bera þyngri gjaldabyrði tiltölu- lega en nágrannar sinir eða aðrir sveitungar og ímyndar sjer jafnvel að hann sje »lagður í einelti«. Hjer verður um miklu hærri upphæðir að ræða en ársgjöld manna eru venjulega, og þess vegna því meiri ástæða til að gjalda varhuga við ástæðulítilli óánægju eða tortryggni, það færi betur að aðvörun gegn þessu reyndist óþörf; en »ekki veldur sá, er varar«. Egill gamli Skallagrímsson þekkti vel mannlegan breyskleika, þar sem um fjármunalegan hag er að ræða. Svo segir í sögu hans, að eitt sirin í elli sinni ræddi hann svo við frændkonu sína, ÞórdísiÞórólfsdóttur: »Ek skal segja þér, hvat ek hefi hugsat. Ek ætla at hafa til þings með mér kistur þær tvær, er Aðalsteinn konungr gaf mér, er hvártveggja er full af ensku silfri. Ætla ek at láta bera kisturnar til lögbergs, þá er þar er fjöl- mennast. Síðan ætla ek at sá silfrinu, og þykir mér uDd- arligt, ef allir skipta vel sín í milli. Ætla ek at þar mundi vera þá hrundningar eða pústrar, eða berist at um síðir, at allr þingheimrinn berðist«. (Egils saga 85.).

x

Kirkjublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.