Kirkjublaðið - 01.03.1897, Qupperneq 7

Kirkjublaðið - 01.03.1897, Qupperneq 7
39 hier heima hefir legið undir hinum gömlu deyfandi og svæfandi áhrifum af sambandinu við rikið. I öllu öðru tilliti hafa þeir skiljanlega staðið ver að vígi; en þeir hafa haft þessa heilsusamlegu meðvitund, að ætti eitt- hvað að gjöra, yrðu þeir að vinna það sjálfir. Það er meðvitundin, sem fylgir frelsinu, en sem eðlilega dofnar og hverfur, þegar ekkert má gjöra nema með leyfi frá hærri stöðum og tizkan þar af leiðandi vill verða sú, að gjöra ekkert nema með styrk af »því opinbera«. Auðvitað hafa Vesturfslendingar haft ötula forgöngu- menn, sjerstaklega hina samvöldu og samhentu snildar- menn sjera Jón Bjarnason, forseta kirkjufjelagsins og rit- stjóra Sameiningarinnar, og sjera Friðrik Bergmann, vara- forsetaog ritstjóra Aldamóta, og án efa einnig marga á- gætismenn af leikmannaflokki. En ætla má, að einnig meðal Islendinga hjer heima sjeu til líkir menn, og að deyfðin og framkvæmdarleysið sje ekki að kenna mann- leysi, heldur öðrum orsökum, sem valda því að mennirn- ir, þótt til sjeu, ná ekki að njóta sln. Það er alveg ó- hætt að fullyrða, að ef sjera .Tón Bjarnason hefði verið kyr hjer heima, t. a. m. sem prestur á Seyðisfirði, þá hefði bann ekki verið búinn að gjöra eins mikið nje ver- ið orðinn eins þjóðkunnur maður og hann nú er orðinn. Sem þjóðkirkjuprestur á Islandi hefði hann vitanlega á- valt orðið einn af fremstu sómaprestum landsins, en án þess að geta neytt til hlítar sinna miklu hæfileika. Sem fríkirkjuprestur og kirkjufjelagsforseti fyrir vestan haf er hann aptur á móti borinn upp af ósýnilegum kröptum, borinn upp þrátt fyrir heilsulasleika sinn til sigurs yfir öflum mótspyrnum og erfiðleikum, borin upp af öflugu fylgi drenglundaðra og góðra manna, sem aptur eru bornir upp af hinu kristilega frelsi. Ætla þeir hefðu allir verið eins ötulir og fúsir til fjárframlaga'nna hjer heima undir ástandinu sem er? Jeg held ekki. Ástand- ið á Islandi í þessum efnum er ekki svo vaxið, að það örfl nokkurn mann til að leggja fram krapta sína eða fjármuni. Sumum þykir það ef til vill iskyggilegt við ástand- ið hjá Vesturislendingum, hve margir þeir eru, sem standa

x

Kirkjublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.