Kirkjublaðið - 01.03.1897, Page 8

Kirkjublaðið - 01.03.1897, Page 8
40 fyrir utan allan kirkjufjelagsskap. En í raun rjettri er það sjálfsagt hollast hverju kirkjufjelagi, að aðrir sjeu ekki með en þeir, sem eru það af meiri eða minni sann- færingu, og án efa gæti kirkjan hjer á Islandi þannig að skaðlausu sjeð á bak allmörgum af meðlimum sín- um; það sjest einmitt bezt á því, hve margir sýna sig* í að vera fráhverfir kristindómi og kirkjufjelagsskap, þegar vestur kemur í frelsið. En það liggur í þjóðkirkju- fyrirkomulaginu, að allir eða að minnsta kosti flestir láta telja sig með í henni, og það eins fyrir því, þó þeir hafi enga trúarsannfæringu eða sjeu hreinir og beinir vantrúar- menn. Fyrirkomulagið er sem sje þannig, að allir menn á landinu eru gjaldskyldir til hinnar evangelísku lútersku kirkju, sem er þjóðkirkja landsins, svo framarlega sem þeir eiga eignir þær, sem gjöldin eru miðuð við, og svo er ástatt fyrir þeim að öðru leyti, að aukatekjureglugjörð prestanna og kirknanna geti náð til þeirra. Landinu öllu er svo eptir sveita- og sókna takmörkum skipt í smáparta, og er einum presti og þeim kirkjum, er liggja í hverjum partinum fyrir sig, vísað á tekjurnar hjá gjald- endunum eptir ákveðnum reglum. Þessir smápartar hafa einkennilegt nafn og heita — brauð. Frá þessu er að eins ein undantekning, tilkomin fyrir fáum árum, og enn sem stendur ekki nema ein slík til á landinu; það er þegar svo margir menn ganga úr þjóðkirkjunni í einu, að þeir mynda söfnuð, ráða sjer prest og hljóta konunglega staðfestingu á þessum presti. Þetta er allt það frelsi, sem utanþjóðkirkjumenn hafa fengið enn sem komið er, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að losa alla þá við gjöld til þjóðkirkjunnar, sem ekki vilja vera í henni. Þjóðkirkjan treystir sjer ekki til að missa gjaldið frá þeim, sem úr henni kynnu að ganga; hún treystir því, að vantrú hinna vantrúuðu loði ekki við peningana. Hvað ætli þeir segðu Vesturislendingarn- ir, sem ekki vilja vera i kirkjufjelaginu, ef það neyddi þá til að greiða sjer árlega svo og svo mikið fjegjald ? Ætli þeim þætti ekki vera skertur eignarrjettur sinn eða fjárráðarjettur, og ef til vill gengið nærri samvizku-

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.