Kirkjublaðið - 01.03.1897, Síða 9
41
f'relsi sínu? En hjer á íslandi má það ekki heita svo,
heldur er þetta fóðrað með því, að gjöld þessi sjeu al-
niennar borgaralegar kvaðir, sem ríkið svo leggi kirkj-
unni til framfæris.
Það sjá nú allir, að það nær engri átt að kalla
svona lagaða smáparta eða brauð, gjaldendur eða sam-
safn gjaldenda, kristna söfnuði. Og jeg held þess vegna
að það hafi verið alveg rjett, þó að menn stórhneyxluð-
ust á því, er jeg komst eitt sinn svo að orði í prjedik-
un á Eskiíirði, að í raun rjettri væri fríkirkjusöfnuður-
inn sá eini kristni söfnuður á Islandi. Menn tóku það
án efa sumir svo sem jeg meinti að engir kristnir raenn
væru til annarstaðar á íslandi. Það er vitanlega langt
frá mjer að hugsa eða segja slíkt; jeg talaði um krist-
inn söfnuð, og jeg held að mjer hafi tekizt svo vel að
gjöra grein fyrir því, að hvorki hafi nokkur maður þurft
að misskilja orð mín nje getað borið á móti þeim. Sem
sagt, jeg sagði nú þetta, og jeg stend við það. Jeg kem
að því aptur seinna, því að það er ekki af þessari á-
stæðu einni saman, að hinir umtöluðu smápartar þjóð-
kirkjunnar bera alls ekki með rjettu hið veglega nafn
»kristinn söfnuður« og geta eigi borið það svo lengi sem
fyrirkomulagið er eins og það er. Eigi að síður mun
jeg brúka orðið »söfnuður«, þar sem svo ber undir, í
hinni sömu merkingu sem vant er að brúka það í.
Eg skal svo halda áfram að lýsa fyrirkomulaginu
eptir því sem jeg veit sannast og rjettast. Öll málefni
kirkjunnar verða að fara skemmra eða lengra upp eptir
stjórnarstiganum, frá presti, safnaðarfundi eða sóknar-
nefnd til prófasts eða hjeraðsfundar, biskups, landshöfð-
ingja og ráðgjafa og svo öfuga leið niður aptur; þetta er
stundum ekki svo mjög fijótfarinn vegur, en það gjörir
ckkert til, landar eru þolinmóðir í þeim sökum. Ekki
veit jeg til að prestar og söfnuðir hafi vald til að ráða
til lykta neinum málum upp á sitt eindæmi, nema t. a.
m. hvenær prestur fermir, skirir það og þaðbarnið, o. s.
frv., og er þó í kirkjulögunum ákveðið, að hvert barn
skuli skírt innan 8. daga frá fæðingu þess og tilteknir
fermingardagar haust og vor; en frá þessu hafa prestar