Kirkjublaðið - 01.03.1897, Side 10

Kirkjublaðið - 01.03.1897, Side 10
42 leyft sjer að víkja, án þess þeir hafi verið átaldir fyrir það. Þó heflr biskup nýlega með umburðarbrjefl brýnt fyrir prestunum að halda sjer við lögin og venjuna að því er fermingardag snertir. Þótt háyfirdómari Jón Pjetursson segi í kirkjurjetti sínum, að menn geti »varla með rökum álitið eptir vor- um lögum, að lúterskir prestar eigi megi gjöra öll venju- leg prestsverk fyrir kristna menn, þó þeir- eigi hafi lút- erska triU, þá mun þjóðkirkjuprestum nú naumast leyfi- legt að taka að sjer ad gjöra prestsverk fyrir utanþjóð- kirkjumenn með lúterskri trú, og er þetta reyndar ekk- ert undarlegt i augum þeira, sem til þekkja; og á hið sama ófrelsi sjer stað jafnvel svo ofarlega sem hjá bisk- upinum sjálfum; má nú segja, að af er það sem áður var með vald íslenzku biskupanna. Sú saga er til sanninda- merkis um þetta, að á austurlandi er nýlega stofnaður fríkirkjusöfnuður, annar en sá, sem jeg hefi þjónað. söfnuður þessi útvegar sjer svo prestsefni, guðfræðiskandí- dat af prestaskólanum, og sækir um konunglega stað- festing, eins og lögin um utanþjóðkirkjumenn gjöra ráð fyrir, til þess að þurfa ekki að inna af hendi hin lög- boðnu gjöld til þjóðkirkjuprestsins, er þeir höfðu sagt skilið við. Umsóknin gengur í gegnum hendur biskups sem mælir með að staðfesting fáist, með ýmsum skilyrð- ura, meðal hverra það er eitt, að kandídatinn taki vígslu hjá biskupi. En hvað skeður ? Ráðgjafi Islands ber málið undir kirkju- og kennslumálastjórnina i Danmörku og Sjálandsbiskup, sem því liklega er orðinn nokkurs- konar erkibiskup yfir íslandi, og út úr þessu öllu sam- an kemur svo það, að það sje ósamrýmanlegt við þjóð- kirkjuhugmyndina, að biskupinn vígi prest fyrir utan- þjóðkirkjusöfnuð. Þetta kann nú að vera rjett i sjálfu sjer; en lítið er orðið vald biskupsins, að hann skuli ekki rrtega leggja hendur yfir mann, sem gjörast vill orðsins þjónn og hefir til þess lögboðna hæfilegleika, einungis fyrir þá sök, að honum er ekki veitt »brauðið« af kirkju- stjórninni*. Annars er þetta í fullu samræmi við það, *) Yið nánari athugun mun það rjettara að biskup vigi eigi utan- þjóðkirkjuprest, þó að það hefði verið með þökkum þegið i tilfelli þvi,

x

Kirkjublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.