Kirkjublaðið - 01.03.1897, Side 11

Kirkjublaðið - 01.03.1897, Side 11
43 þegar presturinn, sem hafði tekið vigslu fyrir vestan haf, af forseta kirkjufjelags íslendinga þar, spurðist fyrir um það, eptir að hann kom heim til Islands, hvort sú vigsla dygði honum ekki, ef hann vildi sækja um brauð og gjörast prestur hjer heima. Fyrirspurninni var svarað neitandi, jafnvel þó hann væri guðfræðingur hjer af prestaskólanum. Allir þekkja söguna í »Iðunni« um prestinn, er skýrði barn í öðrum söfnuði, þar sem hann var á ferð, og fjekk ofanígjöf fyrir trá biskupi. Jeg kann aðra sögu, sem sýnir betur ófrelsi prestsins. Hún er svona: Það var anno domini 1890, að jeg eitt sinn fjekk óvigðan mann til að prjedika fyrir mig 1 fríkirkjunni á Eskifirði, með því jeg var sjálfur lasinn og treysti mjer ekki að fara til kirkju. Það var gáfaður og guðhræddur ungur mað ur, og velkynntur á Eskifirði, þar sem hann í fleiri ár hafði verið barnaskólakennari. Svo stóð á þennan dag, að lýsa átti 2. lýsingu með brúðhjónum nokkrum, og bað jeg hann að gjöra það líka. Mjer kom það nú ekki svo mjög á óvart, að gár- ungar á Eskifirði fóru þegar að kalla þennan mann »kape- lán« minn. Það var ekki annað en við mátti búast. En hitt kom mjer með öllu óvart, að út úr þessu varð heil- mikil rekistefna. Jeg hafði, eins og kunnugt er, rekið mig óþyrmi- lega á grindurnar, sem prestarnir eru grindaðir í. Nú var jeg að vísu kominu át úr grindunum; en jeg vissi sem hjer ræðir um, og vel gjört af biskupi að bjóðast til ]iess. Bisk- upi er eigi ætluð nein afskipti af utanþjóðkirkjusöfnuðum og Jorstöðu- mönnum þeirra og »ábyrgð« sú, sem 13. gr. laganna (19. fehr. 1886) talar um, verður að sjálfsögðu að koma veraldlegu leiðina. En nú er biskupinn jafnframt rikisins þjónn, og þvi kemur þetta ósamræmi fram, sem sjera Lárus víkur að hjer á eptir. Annars ganga lögin um ut- anþjóðkirkjumenn út frá þvi, að embættisverk »forstöðumannsins« hafi hina sömu borgaralegu þýðingu, sem þau værn af þjóðkirkjupresti fram- in, þó að »forstöðumaðurinn« sje alls ekki vigður. Aths. útg.

x

Kirkjublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.