Kirkjublaðið - 01.03.1897, Blaðsíða 12
44
þó að vakandi auga var haft á. mjer. En jeg verð að
segja eins og er, mjer datt ekki í hug að neitt óleyfi-
legt væri i þessu; jeg hjelt að þetta væri »all rigth«.
En það var nú öðru nær; úr þessu varð all-langt
raál.
Sýslumaður kærði málið fyrir amtmanni. Amtmað-
ur virðist af brjefi hans að dæma, sem jeg fjekk að sjá,
hafa álitið málið litilfjörlegt og ekki saknæmt, en lætur
það þó ganga til landshöfðingja.
Landshöfðingi sendir svo brjef beina leið til mín og
spyr, hvort jeg hafi byggt hjónaband á þessari 2. lýs
ingu sem fullgildri. Jeg svara, að úr þvi jeg hafi látið
manninn prjedika fyrir mig, þá hafi jeg beðið hann að
lýsa um leið og sje nú búinn að gefa saman hjónin, með
því mjer hafi ekki getað dottið í hug annað, en að lýs-
ingarformúlan hefði sama krapt og gildi, þó hana mælti
hana fram fyrir mína hönd, eins og jeg hefði gjört það
sjálfur.
Nú bjelt jeg að málið mundi ætla að komast« útyfir
pollinn», en það varð þó ekki. Landshöfðingi hefir ekki
álitið það þess vert, og mjer er nær að halda að hann
hafi álitið frá veraldlegu sjónarmiði ekkert við það að
gjöra. Virðist hann svo hafa falið biskupi á hendur að
ráða málinu til Ivkta á þann hátt, sem honum þætti við
eiga; þvi að frá biskupi kom á endanum, rjett að segja
ári síðar en brotið var framið, sá skellur, sem jeg hafði
átt von á úr anuari átt. Hvað biskupi kom málið við,
er ekki gott að segja; hann er þó ekki biskup utanþjóð-
kirkjumanna. En þetta stórmál endaði með áminningar-
orðum frá biskupi í gegnurn prófastinn f Suðurmúlapró-
f'atsdæmi.
Ef prestur þessa safnaðar, sem stendur að öllu leyti
utan þjóðkirkjunnar, þarf að standa yfirboðurutn hennar
reikning fyrir það, að hann lætur óvígðan mann prje-
dika (og lýsa!) í kirkju þeirri, sem söfnuðurinn hefir
byggt sjer af eigin ramleik, og sem hvorki biskup nje
prótastur nje nokkur þjóðkirkjuprestur hefir átt þátt í að
vígja, þá mú geta nærri, hvílikt frelsið er i þessari grein
í þjóðkirkjunni; enda segir biskup að þessiaðferð mundi ekki