Kirkjublaðið - 01.03.1897, Síða 13

Kirkjublaðið - 01.03.1897, Síða 13
45 hafa getað hneixlislaust og vítalaust átt sjer stað i þjóð- kirkjunnix, og hann kveðst sannt'ærður ura, »að enginn þjóðkirkjuprestur mundi hafa leyft sjer slíkt«. Nei, eu þeir leyfa sjer sumir annað verra. En þá safnaðarfrelsið ! Söfnuðirnir byggja kirkjurri- ar og halda þeim við með hinum árlegu gjöldum sinum; en hafa ekki svo mikil ráð yfir þeim, að þeirmegikoma þar saman til að syngja sálma og hafa Gluðs orð um hönd, nema vígður maður boði orðið. 0g þó er enginn efi á þvi, að það mundi verða til blessunar hjer eins og annarstaðar, að guðhræddir leikmenn prjedikuðu við og við, og ætti þjóðkirkjustjórnin ekki að leggja tálmanir fyrir það eða amast við því, þó aldrei nema Ágsborgar- játningin segi; »að enginn eigi opinberlega að kenna í kirkjunni . . . nema hann sje kallaður að rjettum kirkju- sið«. Hin kirkjusiðalega köllun ætti þó ekki að vega meira en Drottins köllun; en án hennar, án hjartanlegs innra trúarlífs og rótgróinnar sannfæringar fer enginn ieikmaður að prjedika. Einmitt í því liggur að nokkru leyti kraptur þeirra. Eu þeir »æpa ekki eptir nótum« þessir leikprjedikarar, og í þjóðkirkjunum verður allt að fara fram eptir nótum. Þjóðkirkjunum er jafnaðarlega illa við allar slíkar frelsishreifingar. Þess vegoa varð hinn frægi iðrunar-prjedikari Norðmanna Hans Hauge að sitja 10 ár í varðhaldi, þótt hann iítið eða ekkert viki frá kenningu ríkiskirkjunnar. Það er til saga um einn óregluprestinn. Hann var kominn í kirkju til að »messa«, en var eitthvað hálfilla á sig kominn og kenndi sig ekki vel mann til þess, ætl- ar því út aptur, og hætta við messugjörðina. En yfir- valdið var í kirkju, kemur í veg fyrir prest i kórdyrum, og segir með reiddan hnefa i byrstum róm: »Þú skalt messa!« og svo varð prestur að messa, þó illa gengi. Kirkjustjórnin segir: »Þú skalt messa« við margan prest, sem aldrei hef'ði átt að vígjast; og við söfnuðinn: »hann skal messa«, þó söfnuðinum vilji helzt af öllu losast við prestinn. En ætli einhver óvigður maður inn i kirkjuna, til að vitna um f'relsara sinn í heyranda hljóði þá stend- ur hin volduga kirkjustjórn í dyrunum með reiddan vönd

x

Kirkjublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.