Kirkjublaðið - 01.03.1897, Page 14

Kirkjublaðið - 01.03.1897, Page 14
46 kirkjulaganna, og segir rneð ómildum róm: »Þú skalt ekki messa!»; snýr sjer svo að söfnuðinura og segir: »Hann má ekki prjedika; hann hefir ekki »veniam concionandi«. En hver gefur manninum málið? Hver vekur trúna i .hjarta hans? Iiefir kirkjustjórnin gjört það kannske? Og et ekki. á hún þá með að bægja honum frá að geta sagt: »Eg trúði, þess vegna talaði eg«. Margt mætti fleira segja um ófrelsi kirkjunnar á iandi voru. Prestar og söfnuðir eru yfir höfuð með öllu ómyndugir, það verður að fá leyfi til alls; allt verður að ákveðast á hærri stöðum: Hvaða barnalærdómsbækur megi brúka 'við uppfræðslu æskulýðsins, livaða sálma- bækur megi brúka við guðsþjónustuna, hverja kafla ritn- ingarinnar söfnuðurinn á að heyra í hvert skipti o. s. frv. Söfnuðirnir eru orðnir vanir við að taka þegjandi við öllu að ofan, ekki frá föður Ijósanna samt, þaðan er öll góð og öll fullkomin gjöf kemur, og meðal annara ein af hinum beztu og fullkomnustu, kristilegt frelsi einstakra manna og safnaða, heldur frá þeirri stærð, sem kölluð er kirkjustjórn,* sem er handhafi þess valds, er leiðir af sam- bandinu og samblandinu á hinu veraldlega og andlega, ríki og kirkju, en það sambland er eptir orðum kirkju- föðursins Lúters ekki of'an að, heldur neðan að. Þyki söfnuði kirkja standa á óhentugum stað, og vilji færa hana til, þá þarf upp stigann. Geti söfnuður eigi lengur unað við að sjá grafarhelginni og grafarfriði hinna fram- liðnu raskað eins hroðalega, eins og allvíða er gjört á ís- landi, þegar einhverjum er holað niður í hina þröngu og margútgröfnu reiti umhverfis kirkjurnar, og standi nú svo á, að illt sje að stækka grafreitinn, þar sem hann er; þá verður að ætlun minni að fara upp í stigann og fá leyfi til að taka upp nýjan grafreit. Meira að segja, vilji presturinn í viðlögum flytja Guðs orð fyrir söfnuði sínum annarstaðar en í kirkjunni, þá verður að fá leyfi til þess. Ekki að tala um að prestar og söfnuðir ráði nokkru að því er snertir tilhögun á guðsþjónustu og kirkjulegum athöfnum. En þar er sú bót í máli, að rítú- al Kristjáns V. og aðrar reglur, þær er.hjer um gilda, *) Fríkirkjunni mundi þó og af mönnum stjórnað. Aths. útg.

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.