Kirkjublaðið - 01.03.1897, Page 15

Kirkjublaðið - 01.03.1897, Page 15
47 það er allt saman svo vel úr garði gjört, að það virðist ætla að nægja íslendingum um aldur og æfi. Þó er nú, vel að merkja á hærri stöðum farið að hugsa um að laga þessar reglur eitthvað, og hefir sýnódus sett nefnd til að íhuga það mál. Það sem hjer hefir verið sagt, er enganveginn sagt i því skyni að kasta steini á nokkurn einstakan mann, sízt á hinn núveranda biskup þjóðkirkjunnar, sem vr frjálslyndur maður, og virðist taka sjer nærri ástand kirkjunnar, að því er ráða má af orðum hans á síðustu prestastefnu (sýnódus)*. Astandið er bein, eðlileg afieið- ing af sambandinu milli ríkis og kirkju, og getur ekki tekið neinum verulegum umbótum fyr en það samband er af numið. Meðan það er ekki, hlýtur bæði sýnódus og hjeraðs- fundir að verða óvinum kirkjunnar til athlægis, vinum hennar tíl sárustu skapraunar, eins og auðsætt er að prestastefnan siðasta hefir verið útgefanda blaðsins »V. Lj.«; því að eptir að hann hefir skýrt frá, að fundar- menn »hefðu engin mál fram að bera«, og minnzt á fyr- irlestur sinn um »trúvörn og umburðarlyndi«, sem »eptir uppástungu biskups urðu engar umræður út af«, þá lýk- ur hann máli sínu þannig: »Með þessu var prestastefnunni lokið. Það kann vel að vera að hjer á landj sje meira »kirkjulegt líf — kristilegt líf« en almennt er talið, en víst er um það að prestastefnan síðasta bar þess yfir- leitt ékki vott«. K,itstjóri V. Lj. leggur tii að breytt verði reglugjörö sýnódusar, svo að hún geti orðið »sannuppbyggileg sam- koma«, sem prestar landsins sæki »með gleði en ekki *) »Herra biskupinn setti fundinn með ingangsræðu, er að'ailega stefndi að því miði, að verja prestastefnuna gegn ómildum dómum blaða- manna og annara, er gjörðu lítið úr henni vegna þess að þar væri al- drei annað gjört en að skipta nokkrum krónum milli uppgjafapresta og prestaekkna. Biskup tók það fram, að það mœtti ekki heimta miícið af prestastefnunni, þar eð hún hefði ekkert löggjafarvald, það væri í höndum alþingis, sem ekki væri alltaf sem vinveittast kirkjunni -. (Verði ljós).

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.