Kirkjublaðið - 01.12.1897, Qupperneq 10

Kirkjublaðið - 01.12.1897, Qupperneq 10
þekking alheimsins, rannsókn hins innra og ytra lífs, sem eigi að leiða mannkynið og hvern einstakling út úr ljósi Jesú Krists. — Og þó hafa allir þessir þegið ljós af hans ljósi, þó þeir kannist ekki við það, til þess að geta stært sig af sinu eigin ljósi. Sannleikurinn er sá, að það þarf mann eins og Davið til þess að' geta kannast við og sjeð, að hann liafi ófyrirsynju læst sig inni í horg þessari. Til þess þarf mann, sem þekkir sinn eigin veikleika og skamm- sýni, mann, sem finnnr sig eins og »sundurhrotið ker«, þegar liann ætl- ar að »spila upp á sinar eigin spýtur«. Til þess þarf mann, sem þekkir ljósið og frelsið i Jesú Kristi. Þá sjer hann fyrst þá miklu hættu, er hann hefir stofnað sjer í með því að læsa sig inni í heimsins borg. I liinu nýja ljósi, Jesú Krists ljósinu, opnast augu hans fyrir allri þeirri hættu og vjelráðum, svikum og undirferli, villu og myrkri, sem þar rik- ir. Borgin getur verið upplýst af hinu sterkasta og skærasta rafurmagns- ljósi þessa heims, en enginn nema sá, sem upplýstur er af ljósi Drottins Jesú, skynjar, að dauðamyrkur syndarinnar grúfir yfir þessari ljómandi horg rneð öllum hennar skrauthýsnm og visindastofnunum, hennar fögru listum og íþróttum, öllu hennar framfara og menntalifi. Hann sjer að menn.hafa læst sig þar inni i myrkri dauðans og syndarinnar, hversu bjart sem þar annars er, af því menn hafa hafnað hinu sanna ljósi, ljós- nu í Jesú Kristi. Að því leyti sem vjer kristnir menn tilheyrum ekki Drottni Jesú með lífi og sál, að þvi skapi svíkjum vjer hann og sýnum honum hana- tilræði likt eins og íbúar Kegilahorgar gjörðu Davíð Jesús hefir rekið ó- vinaliðið af höndum vorum. Hann hefir niðurhrotið djöfulsins verk. Hann hefir af elsku til vor látið sitt heilaga líf á krossinum, og með þvi keypt oss frið við Quð. Skyldum vjer þá ekki eiska hann aptur á móti? Skyldum \rjer ekki með lifandi trú og einlægri elsku gefa honum hjörtu vor? Ileimurinn sleppir þá fyrst sinnm tökum á oss, þegar vjer gefumst honum. En vjer gefumst honum á sarna hátt og Davíð þegar hann í hinni mestu lífsbættu fól sinn anda í föðursins hendur; vjer gef- umst honum sem þeir, er enga hjörg geta sjer sjálfir veitt, og engrar hjálpar geta vænzt af öðrum. Vjer gefumst honurn með þeirri lifandi sannfæringu, að hann einn sje vor frelsari og Drottinn, að hann einn vilji, liann einn geti frelsað oss. — Þannig verður að vera ástatt í hjarta mannsins, tll Jiess að hann geti sagt: «Drottinn er mitt ljós og mitt frelsi« Hann verður að gefa allt sitt ípálefni í Drottins vald, gefa hans anda ráðrúm í hjarta sinu. Ljósið Krists fær eigi lýst oss, frelsi Krists fær eigi inngang i hjörtun, nema þar innra húi hið lifandi traust á Guðs náð og varðveizlu, svo vjer fáum ekkert spor stigið oss til heilla og far.sælda í lifinu nema i Guðs náðarljósi, og engan veg ratað út úr hættum og mannraunum nema í Drottins frelsis ljósi. — Ljósið og írelsið er eins náskylt eins og orsök og afleiðing. — Þar sem ekkert ljós er, þar er ekkert frelsi; því andi mannsins — Guðs andi i manninum — getur ekki öðlast frelsi nema í Guði frelsara sinum, og ekkert ljós

x

Kirkjublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.