Alþýðublaðið - 20.09.1960, Blaðsíða 15
gera hérna. Þér hafið verið á raine, ég fylgist með orðum
Moraine hélt áfram að
reykja og horfði stöðugt á
hana til að fylgjast með öllum
hennar svipbreytingum.
„Þegar hann var dæmdur“,
hélt Natalie Rice áfram, “álitu
meira en helmingur allra á
skrifstofu ríkissaksóknarans
að hann hefði sölsað undir sig
fimmtíu þúsund dollara í
reiðufé, Þeir buðust til að
láta hann fá vægan dóm, ef
hann skilaði fénu. Hann sagði
þeim, að hann gæti það ekki,
því hann vissi ekki hvar það
væri“.
„'Var Duncan ríkissaksókn-
ari þá?“ spurði Moraine.
„Nei. Það var sá, sem var á
undan Duncan“.
„Allt í lagi. Haldið áfram
og afsakið að ég greip fram í
fyrir yður. Ég var aðeins að
velta dálitlu fyrir mér“.
„Yfirvöldin álitu, að ég
vissi hvar það væri“, sagði
Natalie Rice. „Þeir álitu, að
pabbi hefði látið mig fá það.
Ég var vöktuð dag og nótt“.
„Vissuð þér um pening-
ana?“ spurði Moraine og
starði á hana.
„Nei, vitanlega ekki, Pabbi
dró alls ekki neitt fé að sér.
Þetta var komið yfir á hann.
Dixon áleit að bezt væri að
losa sig við pabba, og það var
ekki hægt að segja honum
upp, svo þeir fóru svona að
því“.
„En þetta var fjárdráttur?“
„Vitanlega".
„Hver fékk peningana?“
„Ég hugsa, að bað hafi ver-
ið Dixon, hann eða einhver af
vinum hans“.
„Hvernig vitið þér það?“
„Ég veit aðeins það, sem
pabbi sagði mér. Hann grun-
aði margt, en hann gat ekkert
sannað“.
„Haldið áfram“.
„Þér voruð áðan að tala um
vini, sem mætu meira stöður
sínar heldur en vináttu. Þér
vitið ekki um, hvað þér eruð
að tala. Þér hefðuð átt að
lenda í því, sem ég lenti í. Ég
hélt, að ég væri ástfanginn og
ég hefði svarið að maðurinn,
sem ég var trúlofuð, elskaði
mig Hka. En hann gat ekki
staðið með mér í þessu öllu —■
lögreglan elti mig allan tím-
ann, vinir mínir töluðu ekki
við mig og ekki heldur við
hann.. . Því var það að ég
beið færis, stakk lögregluna af
og fór aldrei aftur, ekki einu
sinni til að ná í fötin mín. Ég
gerði hvað sem var. -Ég þvoði
diska. Ég gekk um beina. Ég
seldi varning“.
„En þér höfðuð fengið góða
menntun sem einkaritari“,
benti hann henni á.
„Reynið að nota það“, sagði
hún bitur. „Þegar maður ræð-
ur einkaritara vill hann vita
eitthvað um hann. Hann vili
fá meðmæli. Hann vill, að
honum sé sagt ýmislegt11.
„Það er öllum sama hver
maður er'ef maðu þvær upp
diska, og félög, sem selja
vörur sínar í hverju einasta
húsi, er alveg sama hver það
er, sem hringir bjöllunni, ef
hann getur aðeins selt. Ég var
að reyna að byggja eitthvað
upp. Og þegar ég hafði fengið
STÁNLEÝ
GARDNER
smá fortíð fór ég til ráðning-
arskrifstofu og sótti um einka-
ritarastöðu. Urn það leyti
frétti ég að yður vantaði
einkaritara og að þér ætluðuð
að ráða hana eftir gáfnaprófi
og góðri frammistöðu í sam-
keppni Ég bjóst við að ef ég
stæði mig vel gæti ég kannske
sloppið við að leggja fram
meðmæli“.
„Og það gekk“. sagði hann.
Hún leit beint í augun á
honum.
„Og það gekk“, viðurkenndi
hún.
Hann brosti til hennar.
„Það skeður margt, sem skatt-
greiðandann dreymir ekki
um“, sagði hann.
„Eruð þér“, sagði hún fyrir-
litlega“, að reyna að segja
mér það!“
Moraine horfði á reykinn,
sem lagði frá sígarettu hans.
„Haldið þér að leynilög-
reglumennirnir þekki vður
aftur?“
„Sennilega".
„Og þér minntust eitthvað
á að láta Frú Hartwell segja
sannleikann?“
„Ég hélt“, svaraði hún“, að
saga hennar þætti hálf ósenni-
leg. Ég sá að blaðamennirnir
virtust vorkenna henni hrein
ósköp en mér fannst sagan um
ránið hálf óskír“.
„Hún er móðurs]úk“.
„Ekki svo móðursjúk, að
hún geti ekki logið“.
Moraine kinkaði kolli.
„Ég held“, sagði hann, „að
ég geti látið yður fá verk
að vinna, sem kemur yður
héðan af skrifstofunni, svo
þér þurfið ekki að vera hér,
þegar lögreglan kernur“.
„Hverskonar verk er það?“
„Leynilögregluvinna, sem
þér getið unnið að sjálfstætt“.
„Hvað er það?“
„Viðvíkjandi þessu mann-
ráni“.
„Guð minn góður!“ kallaði
hún. „hafið þér ekki lokið við
það enn? 'Við höfum nóg að
fótum í alla nótt og þar af
hluta næturinnar í fangelsi11.
Hann glotti til hennar.
„Ef ég á að segja yður satt,
þá hef ég aldrei skemmt mér
jafn vel alla mína ævi. Ég hef
ekki skilið það fyrr en núna,
hve gaman það er að vera
leynilögreglumaður“.
„Það setur einhver byssu
við hjartað á yður og segir
BANG? BANG!“ sagði hún
hlæjandi,
„En það væri bara skemmti-
legt líka. Ég er orðinn dauð-
leiður á samningum og slag-
orðum og auglýsingum og
þess háttar. Við skuliun láta
- aðstoðarmennina taka við fyr-
irtækinu. Ég vil að þér gerið
dálítið fyrir mig“.
Það var greinilegt, að hún
var nú aftur orðin hinn full-
komni einkaritari.
„Já, herra Moraine“, sagði
hún. „hvað á ég að gera?“
Moraine leit hálf brosandi á
hana, en þegar hún svaraði
ekki brosi hans, sagði hann:
„Þér heyrðuð samræður okkar
Wickes. Hann vildi að ég
greiddi tíu þúsund dollara
fyrir stúlkuna. Hann lét mig
fá tíu þúsund dollara, ég borg-
aði þá. Ég fór út á bátnum
mínum“.
„Þeir tóku mig yfir á hrað-
bát og fóru með mig út að litl-
um fiskibát. Það var hvasst
og báturinn valt mikið. Stúlk-
an var í einni káetunni. Hún
var sjóveik og það mikið. Ég
borgaði peningana og þeir létu
mig fá hana“.
„En það var eitthvað ein-
kennilegt við þá greiðslu. Þeir
heimtuðu að peningarnir
væru í tuttugu dollara seðl-
um, gömlum og snjáðum, svo
öruggt væri að þeir væru ekki
merktir eða í númeraðri röð
og allt þess háttar. En þegar
ég greiddi peningana gerðu
þeir ekki minnstu tilraun til
.að rannsaka þá. Þeir töldu þá
ekki einu sinni. Þeir litu að-
eins á þá og sögðu mér að taka
hana“.
„Og eftir að við lögðum af
stað yfir á skútuna mína og
þegar hraðbáturinn var að
fara frá henti einhver hlut í
brjóstið á mér. Ég tók hann
upp. Það var handtaska, Ég
setti hana niður í skáp hjá
mér og gleymdi henni. Senni-
lega hefði ég munað eftir
henni, ef ríkislögreglan hefði
ekki handtekið okkur einmitt
þegar við komum að landi“.
Það sást á augum hennar,
að hún fylgdist af áhuga með
því, sem hann sagði, en rödd
henar var jafn vélræn og fyrr
er hún sagði: „Já, herra Mo-
yðar“.
„Þér vitið sjálfsagt, að það
eru tvær vikur síðan hún
hvarf. Hún segist hafa verið
á bátnum allan þann tíma, að
hún hafi verið undir áhrifum
deyfilyfja og aldrei séð bátinn
sjálfan“.
„Á tveim vikum hefði hún
átt að venjast hrevfingum og
veltingi bátsins. Hún hefði
ekki átt að vera sjóveik inni
í flóanum, jafnvel þótt það
ylti dálítið. Þetta er númer
eitt“.
„Númer tvö er, að ég mundi
eftir veskinu, þegar mér var
sleppt úr fangelsinu og ég var
ákveðinn í að fara niður að
höfn og líta á það áður en ég
minntist á það við ríkislög-
regluna. Ég hafði þegar lent
nægilega illa í því og ef Phil
Duncan hefði ekki hjálþað
mér væri ég sennilega í fang-
elsi ennþá“.
„Svo ég fór niður að bátn-
og náði í veskið. Það var í því
varalitur, púðurdós, peningar,
vasaklútur og þess háttar. —.
Auk þess voru þar lyklar og
umslög, sem á stóð nafn Ann
Hartwell frá Saxonville".
„Aðeins umslagið?“ spurði
Natalie Rice.
„Aðeins umslagið. Það var
ekkert bréf þar í“
„Það er einkenilegt að
geyma umslagið en ekki bréf-
ið. Það er oftast alveg öfugt.
Hún hefði átt að geyma bréf-
ið en ekki umslagið“.
Hann kinkaði kolli og tók
hvítt kort upp úr vasa sínum
og rétti henni.
Það var kort frá leigubíla-
félagi. Á baki kortsins, skrif-
að með blýanti, stóð Sam 22
7 13.
„Var þetta í töskunni?“
spurði hún.
„í töskunni“, sagði Mo-
raine.
„Haldið þér, að hún eigi
það?“
„Ég veit það ekki. Það er
góð mynd af henni f blöðun-
um. Þér gætuð lýst henni eft-
ir þeirri mynd. Ég bjóst við,
að þér gætuð kannske fundið
bílstjórann og talað við hann.
En það er ekki ráðlegt að nota
mynd úr dagblaði því þá gæti
hann átt það til að fara með
þgð til lögreglunnar“.
„'Viljið þér ekki, að lögregl-
an viti um þetta?“
„Nei, ekki strax“.
„L^yfist mér að spyrja
hversvegna?“
„Ég veit það eiginlega
ekki“, svaraði hann og glotti,
„nema það sé vegna þess, að
mér finnst einhver hafa leik-
ið á mig og ég vilji sannfæra
hann um að ég sé ekki eins
vitlaus og áhtið sé“.
„En“, benti hún honum á,
„ef eitthvað er einkennilegt
í sambandi við þetta rán, þá
hljóta yfirvöldin að komast
að því. Ég held að þau hljóti
að gruna, það þótt dagblöðin
virðist ekki grúna neitt. Óg
þér liggið þegar undir grun.
Ef þér verðið tekinn aftur og
þeir finna, að þér hafið verið
að spyrjast fyrir um þetta. þá
lendið þér í slæmri klípu. Þáð
er að segja ef yður er sama, þó
að ég bendi yður á hluti, sem
mér koma ekki við“.
„Alveg sama“, svaraði
hann. „En yður að segja ér
það það að ég verð einu skrefi
á undan lögreglunni, sem mér
finnst svo aðlaðandi tilhugs-
un. Þér vitið, að mér finnst
g'aman að spila póker. Mér er
alveg sama hvort ég vinn eða
ekki. Satt að segja leggjum
við svo lítið undir að það
skiftir ekki miklu máli hver
tapar og hver vinnur. Venju-
lega vinn ég. Ég veit að Phil
Duncan finnst gaman að spila
spilsins vegna. Hann spilgr
sér til hvíldar. Ég veit líka
vel, að Barney Morden er
ekkert sérlega hrifinn af mér.
Það er erfitt að átta sig á hon-
um. Hann gæti hatað mig með
sjálfum sér. Það gerir hann
líka þegar hann er að spila
við mig. Hann veitir Duncan
enga athygli. Hann hugsar
aðeins um mig. Hann reynir
að hafa peninga af mér, reyn-
ið að sjá út hvenær ég er að
þykjast og mér finnst gaman
að því“.
„Þetta mál er mjög svipað
pókerspili, mér finnst það að-
eins enn skemmtilegra. Ég er
að leggja mikið undir núna.
Ég er að leggja mannþekk-
ingu mína og mannlegt eðlí
gegn smávegis áhættu líkam-
lega séð. Ég held að annað-
hvort þeirra Tommy Wickes
og frú Hartwell hafi verið að
leika á mig. Ég veit ekki hvort
þeirra það var. Ég get ekki á-
kveðið það ennþá. Þau byrj-
uðu á að reyna að leika á Phil
Duncan og Bamey Morden en
réðu ekki við þá. Ég kom í
spilið. Ég virtist bezta skin.u
og ég varð fyrir valinu“.
„Sennilega er þetta aðeins
Hreingerningar
Siml
19407
MORO í MYRKRI
.Álþýiðúþlaiðið ■— 20. sept, 1960 ;