Alþýðublaðið - 28.09.1960, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 28.09.1960, Blaðsíða 16
 Gagnbitað framan vinstra ÞAÐ skyldi cnginn halda,, að ekki séu tií gildir fjár- fjárbændur í Reykjavík. Nýlega réttuðu þeir fé sitt í skilarétt sinni, sem er á melunum upp af Blesugróf. Þar mátti sjá margan borgarbúann þreifa kunnuglega um eyru kindanna. Þessi Al- þýðublaðsmynd er tekin af einum þeirra, Sigurði Olafssyni, söngvara. Allir vita að hann á hóp góðra hesta og kann með þá að fara, en hitt munu færri vita, að hann á kindur, og kann að bera sig fjármann lega að við suiidurdrátt- inn, eins og þessi Alþýðu blaðsmynd ber með sér, en hún var tekin í skilarétt Reyltvíkinga. Ekki vitum við livort mark hans er á kindinni, sem hann er að skoða, en hann er nokk uð íbygginn á svipinn við að þreifa á eyrunum — hvort sem þar er nú gagn bitað framan vinstra eða hófstýft. Samningslaust við lækna utan Rvíkur? LÆKNAR í Reykjavík og öllum helztu kaupstöð um landsins hafa sagt upp samningum sínum við sjúkrasamlögin frá 1. októ ber n.k. að telja. Ekkert samkomulag hefur náðst ennþá. Á eftirtöldum stöðum hafa laeknar, utan Reykjavikur, ! sagt upp; Keflavík, Njarövík, I Hafnarfirði, Akranesi, ísafirði, Siglufirði, Akureyri, Vest- mannaeyjum og Selfossi. Tryggingastofnun ríkisins fer með samningana fyrir sjúkra- samlögin úti á landi, en Læknafélag íslands semur fyr- Frh. á 14. síðu. Vetraráætlun Loftleiða geng- ur i gildi 1. nóv. ALÞÝÐUBLAÐINU hefur bor izt vetraráætlun Loftleiða, sem tekur gildi 1, nóv. n. k., og gild- ir til 31. marz 61. Ferðafjöldi í vetur verður sá sami og í fyrra. Farnar verða 5 ferðir í viku yf- ir Atlantshaf, eða 10 fram og til baka. Ein borg hefur bætzt við þann fjölda borga, sem fé- lagið flýgur til, en það er Hels- ingfors. Aðalbreytingin á ferðunum er sú, að í fyrra voru allar ferð ir farnar með Skymastervélum, en nú eru farnar fjórar ferðir í viku með hinum nýju Cloud- mastervélum, en ekki nema ein með Skymaster. Nú geta Loft- leiðir flutt 160 fleiri farþega í viku, en hægt var í fyrra. — GRiMM 9 0 • O ORLOG ÞAÐ eru grimm örlög, sem hafa verið búin þýzku svanafjöl- skyldunni, sem heldur til á Reykjavíkurtjörn. Fyrst eru hjónin flutt frá heimalandi sínu á tjörn, sem er á eyju langt úti í Atlantshafi. Þegar þangað er komið, er þar fyrir íslenzkur víkinga- svanur, sem hrekur þau til og frá um alla tjörnina. Og ekki er sagan ölí, því að í gær flaug einn af ungunum, sem þau liafa eignast fyrir skömmu, á ljósastaur, vængbrotnaði, og varð að lífláta hann. Svanahjónin eignuðust sex unga í sumar, en nú eru ekki eftir nema fjórir. Einn villtist frá þeim, þegar verið var að kenna honum að fljúga, og hef- ur hann síðan haldið til úti við Skerjafjörð, og virðist vera bú- inn að gleyma sínum óham- ingjusömu foreldrum. SÍÐAN á laugardaginn hefur ekkert verið leitað að síld suð- vestanlands. Veður hefur verið slæmt og Fanney ekki verið á sjó. Þeir fáu bátar, sem byrj- aðir voru með reknet, erú nú hæítir. Kemur þetta til af því, að hinar nýju hraðfleygu Cloudmaster- vélar taka töluvert fleiri far- þega en gömlu Skymástervél- arnar. Á tímabilinu frá 1. okt. til 31. rnarz, bjóða Loftleiðir sérstök fargjöld, þeim sem ljúka vilja skyndiför fram og aftur milli Bandaríkjanna og íslands -á eigi lengri tíma en 17 sólar- hringum. Fargjaldið fram og til baka er kr. 8108 í þessum íerðum, en það .er rúmlega 13% lægra en vetrarfargjöld félags- i.ns. Vetrarfargjöld félaggins á flugleiðum milli Bandaríkjanna cg íslands gilda sem hér segir: ’. Frá Reykjavík til New York frá 16. okt. til 30.. júni, og frá New York til Reykjavíkur frá 16. ágúst til 30. apríl. Meðan vetrarfargjöldin eru í gildi geta hjón eða fjölskyld- ur, sem vilja ferðast saman milli Bandaríkjanná og Evrópu, fengið. mikla fargjaldalækkun. Lækkunin verður þannig, áð fyrirsvarsmaður fjölskyldunn- ar greiðir fullt verð fyrir far- miða sinn, en frá verði hvers farmiða, sem hann kaupir að auki fyrir maka eða börn á aldrinum 12—25 ára, dragast 3239 kr., sé farið aðra leið. Ef farið er greitt báðar leiðir, dragast frá 4598 kr. Loftleiðir geta nú, vegna góðrar samvinnu við önnur flugfélög, útvegað farseðla til allra erlendra flugstöðva. Ge/r seldi í gærdag TOGARINN Geir .seldi afla sinn í Bremerhaven í gær. Tog< árinn var með 124 tonn, sem seldust fyrir 90.400 mörk. Akureyrartogarinn Svalbak- ur mun væntanlega selja I Grimsby eða Hull í dag. Er Sval bakur með um 100 tonn af fiski, sem er mestmegnis þorsk- úr Gylfi mun selja í Bretlandjl á föstudag og einhverjir tog* arar selja í Þýzkalandi í vik- unni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.