Sunnanfari - 01.09.1891, Blaðsíða 3

Sunnanfari - 01.09.1891, Blaðsíða 3
19 jakar í spori rísa. Hátt slær nösum hvæstum hestur í veðri geystu. Fram af hjalla hæstum hvín í faxi reistu. Hart er í hófi frostið; hjelar andi á vör. — Eins og auga brostið yfir mannsins för stjarna, stök í skýi, starir fram úr rofi. Vakir vök á dýi vel, þótt aðrir sofi. »Vötn« í klaka kropin kveða á aðra hlið, gil og gljúfur opin gapa hinni við. Bergmál brýzt og líður bröttum eptir fellum. Dunar dátt í svellum: Dæmdur maður ríður! II. þ>egar ljósið deyr er alt dapurt og svart, með deginum vangi bliknar. Nú vaknar af rökkurmoldum mart. I minningum dauðum kviknar. þ»ótt beri þig fákurinn frái létt, svo frosnum glymur í brautum, þú flýr ekki hópinn, sem þyrpir sér þétt, þögull í hvylftum og lautum. Hver andvökunótt, hver æðrustunnd alin í beig og kvíða, sjálfframdar hefndir sjúkri lund saka, er ódæmdar bíða, í lifandi myndum þig einblína á með augum tærandi, köldum; og svipinn þeim harmar liðnir ljá frá lífs þíns einverukvöldum. En hálfur máni á himinleið slær helbjarma á mannanna ríki, og merkir skarpt þína miðnæturreið á melinn i risalíki. þ>ín fylgja hún vex og færist þér nær þótt á flóttanum heim þú náir. því gleymskunnar hnoss ei hlotið fær neitt hjarta sem gleymsku þráir. III. Nú er ei tóm fyrir dvala og draum. Dauðs manns hönd gripur fast um taum, en hesturinn hnýtur og dettur, hnykkir í svipan hnjám af jörð, heggur sköflum í freðinn svörð og stendur kyrr eins og klettur. — Ei gleymir neinn þess svip, er hann sá sjónum heiptar sig bregða á hálfbrostnum hinnsta sinni. Uppgrafin stendur þar ódæðissynd ógnandi’ í götunni — vofeifleg mynd vakin af mannsins minni. Leikur tunglskíma hverful um hár og helbleikar kinnar, en augu og brár skuggar í hálfrökkur hjúpa. Ur hálsinum fellur fagurrautt blóð, freyðir og litar hjarnbarða slóð. Titra taugar í strjúpa. Reidd sem til höggs er höndin krept hátt á lopti, önnur er heft á bitrum, blikandi hnifi. þ>ýtur í vindi af þungum móð þulin heiting. Svo mælti fljóð svikið er svipti sig lífi: »Svo illar hvíldir eg af þér fékk og óhreinan hef eg setið bekk, því ertu nú dauðadeigur. þ>ótt svikir þú mig skal orð mitt efnt; mín er eptir þessa nóttu hefnt. Séra Oddur, nú ertu feigur«. Bót er að skamt er bæjar til, blasa við hurðir og stafnaþil, glitrar á glugg einn í ranni. Voði og tjón er alt tómt og hljótt; trylt getur draugur í auðn og nótt vitið af menskum manni. Vafið af afli að kviði knýr keyri úr sporum nötrandi dýr. Duna dynkir í svellum. Glottandi vofan sér víkur á snið úr vegi, en flýjandi gellur við hlátur í hófaskellum.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.