Sunnanfari - 01.09.1891, Blaðsíða 6

Sunnanfari - 01.09.1891, Blaðsíða 6
22 taka eptir honum; vera má að það sé af ókunn- ugleika mínum, en eg hef aldrei heyrt þess- arar frægðar Melsteðs getið; eg hef haldið að þessir menn væru fult eins kunnir erlendis eins og hann; ekki fara sögur af því, að það sem Melsteð hefir ritað, hafi verið þýtt á önnur tungumál, en hitt er víst, að eptir Gest Pálsson hafa sögurnar »Kær!eiksheimilið«, »Hans vöggur« og »Sigurður formaður« verið þýddar á þýzku. |>að sem í bókinni er eptir Sigurð Breið- fjörð, er ekki valið af betri endanum; það er varla hægt að sjá af því, að maðurinn var skáld og það hefði þó átt að sýna og það var heldur ekki mikill vandi. Kafli sá sem tekinn er úr Svoldrarrímum byrjar svona: Sturlu kundur Snorri hér frá stálafundum þannig tér: Nær dró sig undan Dana her að dögling skunda Svíarner. jþess væri óskandi að einginn maður áíslandi,hvorki karl né kona, vildi fara með þessháttar leirburð. Valið eptir þá Jón Árnason og Magnús Grímsson hefir útgefandanum farizt merkilega óhönduglega; hann hefir tekið 10 smásögur úr fjóðsögunum, en það er óvíst hvort þeir Jón og Magnús hafa fært nokkra þeirra í letur og um sumar sögurnar er það víst, að þeir hafa ekki ritað þær, eins og sjá má af þ>jóðsögunum. Aðalgallinn á bókinn er sá, að útgefandinn hefir ekki haft fasta stefnu að fylgja við útgáfu hennar; það var þörf á líkri bók handa skól- unum og hefði því verið æskilegt að hann hefði aðeins haft gagn skólanna fyrir augum. Okostir bókarinnar eru margir, en það er líka mart gott í henni; óbundna málið er yfir höfuð betur valið en kvæðin. Af greinum, sem eru vel valdar, vil eg nefna: »Ágrip af ræðu áhrærandi íslenzk- una« eptir Konráð Gíslason, »Dálftil ferðasaga« eptir Jón Thoroddsen og »Benjamín Franklín og Georg Washington« eptir Pál Melsteð. For- málinn fyrir bókinni er lakasta sýnishornið í óbundinni ræði. Kvæðin eru helzt til mörg og bera óbundna málið ofurliða, enda eru mörg þeirra eingin kosta kvæði, þó mörg séu góð. Aptan við bókina eru smágreinar um höf- undana, stuttar og snubbóttar eins og Melsteð ætli að senda þær sem hraðskeyti með frétta þræðinum sínum frá Eyrarbakka, en þó eru þær fremur til bóta. Ef bók þessi selzt vel, ætlar Melsteð að gefa út 2 önnur bindi. í þeim á að koma úrval úr öllum íslenzkum bókmenntum frá því í fornöld og fram að 19. öldinni. Væri það æskilegt að honum tækist þá vel að sníða sér Finnabuxur úr fornritunum. Bókin er snotur að öllum ytri frágangi; það er líka vert að geta þess við íslenzka bóka- sölumenn, að prentunin er lýtalaus og pappír- inn er ekki mislitur. Signrður Hjörleifsson. þ>egar Baldvin Einarsson var jarðaður (1832) kostuðu íslenzkir námsmenn í Kaupmannahöfn jarðarförina og fylgdu allir, nema Stefán Eiríks- son frá Staðarbakka. Hann kom ekki og þótt- ist vera veikur. Um hann var þetta kveðið: Við líkförina ei lét sig sjá, lá í skrópum veikur, i kostnaðinn lika kanske sá klárinn gamli »Bleikur« Stefán var kallaður »Bleikur« og þótti aðsjáll. Séra pórður Guðmundsson á Grenjaðarstað (d. I741), (öðurbróðir séra Jóns porlákssonar á Bægisá, var mikill latínu- maður, eins og margir íslendingar fyrrum. Kær vinátta var með honum og Finni biskupi Jónssyni og voru þeir mjög jafngamlir °g ge'ngu undir guðfræðispróf við Kaupmannahafnarháskóla báðir sama dag, 8. Marts 1728 og feingu bezta vitnisburð báðir, en það feingu eingir þá af Dönum. J>að var við þá, sem prófessor Steinback sagði þetta: »Vos Islandi! semper præripitis palmam nostratibus« (Altaf eru þér, Islending- arnir, snjallari en vér). Finnur biskup gerðist síðar hinn mesti fræðimaður og ritaði Kirkjusögu íslands, mikið verk og lært. Byrjaði hann á að rita hana á meðan hann var prestur í Reykholti (1732 — 53) og sendi hann séra pórði byrjunina tit yfirskoðunar og bað hann að segja sér hvernig honum litist á. »J>að er ekki von á því betra af þér«, rit- aði pórður prestur aptur til Finns, þegar hann sendi honum handritið. Sigurður Breiðfjörð. Úrval af kvæðum og ritum eptir Sigurð Breiðfjörð er þegar byrjað að prenta á kostnað Gyldendals í Kaupmanna- höfn, gefið út af stud. jur. Einari Benediktssyni. Laura kom hingað frá íslandi þann 4. þ. m. og fjöldi farþegja með. J'essir helztir: kaupmennirnir August Xhom- sen og Ditlev Xhomsen, Ásgeir kaupmaður Ásgeirsson, J. Zöylner. Cand. Sigurður Magnússon. Nokkrir eldri náms- menn, er farið höfðu til íslands í vor, svo sem Guðmundur Björnsson, Guðmundur Hannesson og Sigurður Pétursson. 1

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.