Sunnanfari - 01.12.1891, Blaðsíða 5

Sunnanfari - 01.12.1891, Blaðsíða 5
49 Eggert Theódór Jónassen, amtmaður í Suður- og Vestur-amtinu lézt í Reykjavík að morni hins 29. Septembers þ. á. Hann var fæddur í Reykjavík 9. Aug. 1838 og var sonur þ>órðar háyfirdómara (d. 1880) Jónas- sonar prests i Reykholti (d. 1861), Jónssonar bónda á Höfða á Höfðaströnd, Jónssonar smiðs á Skúfsstöðum, Jónssonar bónda í Hjaltadal norður um 1700, en kona J>órðar háyfirdómara var Sofía dóttir Rasmus Lynge á Akureyri, og er það danskt verzlunarstjórakyn. Jónassen amt- maður útskriíaðist úr Reykjavíkurskóla 1858 og tók próf í lögum við Kaupmannahafnarháskóla 1867. J>egar Jón Thóroddsen andaðist 1868 var hann settur sýslumaður íþ>verárþingisun- nan Hvitár og þegar Jóhan- nes sýslumaðurGuðmundsson varð úti 1869 var hann og settur sýslumaður vestan Hvítár, en veitingu fékk hann fyrir báðum sýslunum 1871. Árið 1878 varð hann bæjar- fógeti í Reykjavík, en 1886 amtmaður í Suður- ogVestur- amtinu. Hann varð konung- kjörinn alþingismaður 1887 og sat á því þingi og þing- unum 1889 og 1891. Meðan Jónassen var sýslumaður bjó hann í Hjarðarholti í Biskups- tungum og þótti vera fyrirtaks búmaður. Tvíkvæntur var hann; átti hann fyrri Elinu dóttur Magnúsar justizráðs Stephensens í Vatnsdal og áttu þau eina dóttur barna, sem dó á unga aldri; síðari kona lians var Karolína dóttir Edvarðs kaupmanns Siemsens í Reykjavík og lifir hún mann sinn, en þeiin varð ekki barna auðið. Jónassen þótti góð- leiksmaður mikill, réttsýnn og ljúfmenni, og var vinsæll maður. Einn af vinum hans (Dr. Björn Olsen) mintist hans svo: Sá er nú fallinn sem vildi vel og vann meðan dagur endist. Og enn : pitt trygga hjarta var hreint sem mjöll; að hata það ekki kunni; þar ást og réttsýni ramma höll sér reistu á traustum grunni. Bókmentir: Skýrsla um hið íslenzka náttúrufrœðisfélag 1889 —90 og 1890—91. Náttúrufræðisfélagið islenzka var stofnað 9. Júlí 1889 og er því úngt ennþá. Eingu að siður hefir því orðið talsvert ágeingt þessi tvö ár, og það svo mjög að furðu sætir, þegar gætt er að hve miklum erviðleikum öll söfnun náttúrugripa er bundin. Eptir því sem seinni skýrslan ber með sér, á það, nú þegar, miklu meira af íslenzkum náttúrugripum en við er að búast, og eru márgir þeirra mjög sjaldgæfir. þetta hlýtur að gleðja alla, sem unna íslenzkri náttúrufræði og er vonandi að menn haldi áfram að styðja safnið, svo að það verði sem fullkomnast, að þvi er snertir islenzka muni, þvi það er einsætt að mestu skiptir að safna þeim. Auk þess hefir safnið eignast allmikið af útlendum munum, og er það vel farið. Eg sé ekki betur en stjórn félagsins og þá einkum for- maður hennar, Benedikt Gröndal, eigi mikinn sóma skilið fyrir það,hve mjög safnið hefir auðgazt þessi tvö ár og eg efa ekki að ef eins vel verður haldið áfram næstu 10—20 ár, þá eigi safnið að minsta kosti eins marga islenzka náttúru- gripi og taldir eru i seinni skýrslunni bls. 12. þá væri lagður góður grundvöllur undir safn af íslenzkum dýrum, því það mun sannast með tíman- um, að það eru til fjórum eða fimm sinnum fleiri dýr á Islandi og við strendur þess en þar eru talin. Aætlun Gröndals er reynd- ar nærri lagi í flestum greinum, eptir því sem menn vita nú bezt1) en bæði hefir Gröndal skjátlazt mjög, að því er snertir skorkvikindin2) og svo má heita, að hið óæðra dýralíf á íslandi og kríngum það sé óþekt að mestu leyti. En B. Gröndal tekur þetta sjálfur I fram bls. 12—13, svo ekki þarf að fjölyrða um það. Seinni skýrslunni fylgja tvær ritgjörðir og skal eg fara nokkrum orðum um hvora þeirra fyrir sig. ‘) Mörch þekti 156 lindýr frá íslandi 1868. Levinsen þekti gi ormkynjuð dýr frá íslandi 1884 og telur hann þó einga innýflaorma, en Dr. Krabbe hefir fundið einar 30 tegundir innýflaorma á Islandi. 2) Staudinger safnaði 183 skorkvikindum á íslandi 1856, (Entomol. Zeitschr. Stettin 18., 20. árg.) og eru þó ekki taldar þar nema 3 skordýradeildir. Eggert Theódór Jónassen.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.