Sunnanfari - 01.12.1891, Blaðsíða 9

Sunnanfari - 01.12.1891, Blaðsíða 9
53 er annar Grímur amtmaður sonur séra Jóns og hinn er Dr. Grímur Thomsen sonur Ingibjargar dóttur séra Jóns og jporgrims gullsmiðs og skólaráðsmanns Tómassonar. Tvær voru systur Davíðs. Hét önnur þeirra Málfríður og var maður hennar Asmundur Jörginsson. Hin hét Margrét og átti Pétur Jónsson í Hvítanesi í Kjós. Plkki veit eg með vissu hvaða ár Davíð er fæddur, en það mun hafa verið nálægt 1770, og víst ekki síðar en 1773, því að í kvæði sínu um Brattland 1823 segist hann vera á sjötugs aldri. Um æsku hans vita menn ekkert með vissu. J>ess er fyrst um hann getið í sögnum, þá er hann var enn »mjög ungur« og móðir hans var »fyrir norðan«, að hann hafi gert þessa alkunnu vísu, sem annars er eignuð ýmsum fleir- um, eitt sinn þegar ranglega var tekinn skattur af henni: l>að er dauði og djöfuls nauð, safna auð með augun rauð, þá dygða snauðir fantar en aðra brauðið vantar. Snemma mun Davíð hafa verið nokkuð mikill fyrir sér og þær sagnir hafa geingið í Skaptárþingi, að hann hafi í foreldra húsutn átt að rata í vandræði nokkurt, og hafi því farið frá ættstöðvum sinum og sezt að í Skaptárþingi af því þar var nokkuð afskekt. þ>að er og dagsanna að í Skaptárþing kom Davíð á ung- um aldri og þar lesti hann ráð sitt og dvaldi þar síðan alla æfi. Hafa þar geingið ýmsar sagnir um, að ógjörla þóttust menn vita deili á honum, og trúðu ýmsir að hann mundi hafa heitið nokkuð annað, en hefði síðar kallazt Davíð, svo að hann þektist síður og að minni væri hætta á að hin fyrri vandræði hans yrðu lionutn að fótakefii, þó að líklega trúi einginn þeirri hégilju nú. Til er ljóðabréf eptir Davíð, er hann ritar 1796 systur sinni, að öllum líkind- um Margrétu konu Péturs í Hvítanesi í Kjós, og kallar hann sig í því Davíð »á Heiði« þ. e. á Heiði á Síðu eða í Mýrdal og virðist hann þá vera alveg nýkominn austur og svo er að sjá á orðum hans sem einhver galli hafi verið á ráði hans fyrri og brottför hans hafi gerzt nokkuð skjótlega og talar hann þar um fagurt systurbragð við sig og nefnir Akranes öndverð- lega; er bréfið merkilegt. J>ar segir hann meðal annars: Með heilbrigði hér kominn systur dygða þeinkt á þinn hefi ýmsar tíðir þels um bygðir gjörninginn. Eg þess geld af feigð ófrí fjarri skyldum kallar marga seldur ánauð í, óslétt veldur lukkan því. Og enn: Svo með ljúfu þeli það þakka systur blóði Teingda vini vona á, varnar staung, efgætuð, húsi og kyni föður frá föllnumsyni, munduð ljá. til jiess hrjúfur böls við bað banaþúfu fell eg að. þ>ar með fylgir kveðja til manns Margrétar og barna, en síðan biður hann að heilsa séra Jóni í Görðum: Kveðju dýra, blíð er bón, sæmdum hýrum séra Jón berðu frænda mínum siðugum, skýrum orðsins þjón. Næst niðurlagi ljóðar hann ártalið (1796) og getur þar bæjarnafns: Er svo, leiðin orma fróns, ])ig að deyð og dægri tjóns elskandi af hjarta Davíð á Heiði sonur Jóns. Eptir að Davíð var kominn austur mun ekki hafa liðið á laungu áður en hann festi ráði sitt og gekk að eiga Olufu þmrvarðsdóttur. Hún var ekkja eptir Steingrím Haldórsson bónda á Hofi í Oræfum; var sonur hennar og Stein- gríms séra Jón í Hruna og fieiri börn áttu þau. Settist Davíð í bú Olufar og var það gott og hún merkileg kona; voru tveir synir þeirra: Haldór og Símon mállausi. Haldór átti J»óru dóttur séra Bergs gamla Jónssonar á Hörgs- landi, gáfaða konu; var þeirra son séra Bergur aðstoðarprestur á Piyri í Skutilsfirði (d. 1854). Haldór var mesta nettmenni og gáfumaður og ágætur skrifari. Hann bjó framan af í Skál á Síðu en síðast í Hvassahraunskoti á Vatnsleysu- strönd og þar mun hann hafa dáið 1865. Símon mállausi var og vel viti borinn. Dóttir hans er Kristín í Gröf í Skaptártungu, er átti þá Hlíðarbræður hvorn eptir annann, Gísla í Gröf (d. 1848) og |>orlák í Gröf, er úti varð á fjalla- baki 1868; sonur hennar og Gísla, er Gísli, sem nú býr í Gröf og á J>uríði Eiríksdóttur frá Hlíð. I Oræfunum mun Davíð hafa búið þangað til 1821, þegar Olöf kona hans dó; stóð bú hans og vegur með blóma og var hann mikils metinn í héraði og hafði mart til þess að bera. Hann var bæði vitur og málfylginn og bar langt af flestum almenningi að mentun. Atti hann mikið bóka- og handritasafn og sér þess enn menjar, því maður hittir opt á handrit, sem bera þess merki, að þau eru komin úr safni Mála-Davíðs. Að Hofi heimsótti Rask Davíð

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.