Sunnanfari - 01.07.1892, Side 4

Sunnanfari - 01.07.1892, Side 4
4 dillandi unaði, sem býr í léttu, hrynjandi og fögru rími, og síðan hefir orðið Jónasi að ótæmanda auði. Rímið á sálmabókinni frá 1801 þekkja allir og sem dæmi úr Grallaranum mætti nefna þennan sálm, sem fylgdi honum um marga mannsaldra og erorturmeð sama brag og»Til þínheilagi herra guð«: Alleinasta guðe í himnaríke sje lof og dýrð fyrer sínar náðer sem hann hefur gjört á jarðrike á þessum náðuglegum dögum. A jörð er komenn stór gleðe og frið svo manneskjan má vel gleðjast vel Guðs elsku og góðan vilja. J>að klingir ekki ólipurt að tarna, og það er ekki smávegis tignarsvipur yfir þessu máli, enda er það bezta versið í sálminum. Nei, það eru rímnaskáldin ein og örfáir menn aðrir, svo sem Páll Vídalin, sem ort hafa lipurt og létt, og þó það sé ekki netna vísa og vísa á stángli, þá er það nóg til að sýna glöggu auga hver undur málið og rímið geta unnið í samein- ingu, þegar þeim er fallega stjórnað. Eiríkur Plalls- son, þorvaldur Rögnvaldsson, jþorlákur Guðbrands- son, Jón Sigurðsson og Jón þorláksson kveða hver öðrum betur, og við þá leikur málið og rímið svo danzandi lipurt og létt »eins og vindur á vog og vorblær í fjallshliðarunni«, og kórónuna á alt saman setja svo einmitt þeir Sigurður Breiðfjörð og Jónas. það eru rímnaskáldin sem hafa kent þeim slétt mál og létt rim, en hvorki sálmarnir né kvæðin. þess er enn ógetið hvern þátt rímurnar hafa átt í því að vernda og geyma sttiðla vora og höfuðstafi um margar aldir; varla munu kvæðin heldur hafa geymt þá eða sálmarnir, þvi hvor- tveggja eru stórilla rímuð i k'öflum og margopt alveg rímlaus eins og allir vita. Hver maður getur og geingið ofan á það að ekki hafa sálmarnir eða kvæðin getað haldið Hfinu í stuðlum og höfuð- stöfum hjá frændum vorum, Norðmönnum og Dön- um, en þeir áttu heldur aungar rímur til að hjálpa fornu kvæðunum til að geyma þá. Auk alls þessa mun það og sannast að mjatlast mun af sagnafróðleik alþýðu á Islandi ef menta- mönnunum tekst að koma rímunum fyrir kattar- nef. Við sveitabörnin trúum þar bezt vorum eigin augum. Vér höfum bent á þessi atriði til að sýna les- aranum að vér vildum ekki bendla höfundinn við neinn ósóma, þó vér stýngjum upp á því við hann, að hann hefði haft það rímur; sjálfur mun höfund- urinn ekki taka sér það til, því það munu ekki vera háðglósur rímnaniðinganna, sem hafa aptrað honum frá rímnagjörðinni, þvi vér þekkjum mann- inn að því að hann er ekki orðsjúkur, auk þess sem hann leggur víst ekki út í mörg stórræði án þess að hafa ráðfært sig við guð i himninum og við sitt eigið hjartalag, og þá eru menn vanir að geta tekið á móti smáskellum. Ekki þurfti hann heldur að láta rímnabragina binda sig meira við söguna en honum sýndist, því Sigurður Breiðfjörð hefir sýnt að laga má efnið í hendi sér í rímunum , nema af agnúa og fylla í skörð þar sem þurfa þykir eins og Gröndal gerir i Örvarodds drápu og höfundurinn hefir sjálfur gert í Guðrúnarljóðum þessum. |>að gæti fremur verið erfiðismunirnir og tima- töfin við rimnalögin, sem fælt hefir höfundinn frá þeim, þó honum hefði annars dottið i hug að hafa það rímur. J>að er satt, þeir bragir eru erfiðir, en ekki skiljum vér, að höfundinum hefði orðið skotaskuld úr því, því rim er víða hjólliðugt á kvæðum hans, en mesti óþarfi að kveða svo dýrt að öll hugsun fari út um þúfur. En hvað sem til þess hefir borið að þetta urðu ekki rímur, þá teljum vér þar orðin hinn mesta skaða, því vér neitum þvi ekki að oss þætti gaman að þvi, að eitthvert af góðskáldum vorum yrði til þess að sýna heiminum að vér getum sjálfir ort ljóð út af sögunum eptir vorum eigin sniðum, sem ekki stæðu á baki Friðþjófskvæðum eða sagnakvæðum annara útlendra skálda. Og annars tekur ekkert lifandi kvikindi eptir þeim. Vér skulum nú ekki þrátta meira um þetta, það verða ekki rímur úr þessu héðan af hvort sem er; vér hefðum nú helzt kosið þær, en »Hallgrími leizt að hafa það svo« og það leizt Brynjólfi líka og hann mun láta þá niðurröðun i náttúrunni halda sér sem hann einu sinni hefir sett. Málið á ljóðunum hefir höfundurinn vandað mjög vel og rímið ekki síður. J>að er slétt og mjúkt alla leið og hvergi snurður á þvi eða blá- þræðir svo teljandi sé; þó kunnum vér ekki við að ríma »allar« á móti »halla« á bls. 1 eða »spá(H« á móti »báðir« á bls. 3 og fl. af þvi tagi. J>að er og nauðgun við áherzluna að ríma »var« á móti »árinnar« á bls. 1. og »um« á móti »bústöð- um« á bls. 78. Aherzlan er höfundinum annars alstaðar svo ljúf og eptirlát, að það var óþarfa brangs að fara að verða svo nærgaungull henni á fáeinum stöðum. Ekki þykir oss heldur neitt koma til þess, að höfð sé hin sömu endarím á leingri eða skemmri köflum eins og gert er á bls. 26, 70, 88 og viðar. J>að litur svo út eins og það eigi að vera til prýðis, en á oss hefir það hin sömu áhrif eins og þegar blökkumenn setja hornhring i miðsnesið. J>að er gríðar þrautaverk og mesti vandi að yrkja stórkvæði undir þessum langlokubrag svo að það verði ekki leiðinlegt. Vér þekkjum að sönnu þessar langlokur áður af Axel og Parisinu, en þó oss leiðist þær ekki þar, þá er það ekki svo mikið að marka, því bæði eru línurnar þar skemmri og kvæðin styttri og svo ágæt að vér tökum lítið eptir riminu, einkum þar sem orðfærið er svo aðdáanlegt. Hugfró Gröndals er og miklu skemmri en þetta kvæði, en þó línurnar sé þar jafnlangar og nokkur hugsunarþraut að lesa kvæðið sumstaðar, þá eru

x

Sunnanfari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.