Sunnanfari - 01.07.1892, Síða 7

Sunnanfari - 01.07.1892, Síða 7
7 Aini Einarsson er fæddur á Vilborgarstöðum í Vestmannaeyjum 14. Júní 1823. Faðir hans var Einar Sigurðsson, sem og bjó á Vilborgarstöðum. Arni hefir verið meðhjálpari i Vestmannaeyjum síðan 1850 og sóknarnefndarmaður siðan þær nefndir voru stofnaðar; sáttasemjari hefir bann verið siðan 1874, en varaþingmaður Vestmánna- eyja var hann 1859—74 og sat á þingi 1861. Hann var hreppstjóri 1861— 64 og fékk heiðurs- pening »ærulaun iðni og hygginda« fyrir liðugum þrjátiu árum. Á yngri árum sínum var Arni um tíu ár vertíðarformaður í Vestmannaeyjum og auk þess utan aðalvertíðar formaður um langan tima; skipasmiður hefir hann verið góður, búhöldur í betra lagi, vel greindur og sérstaklega stálminn- ugur, mesti hófsemdarmaður um alt, stiltur og ráðsettur og hefir mannað öll sín börn (sex, öll uppkomin) mjög vel. Kona hans er Guð- finna dóttir séra Jóns Aust- manns, jafngömul bónda sinum. Árna má telja fyrir allra hluta sakir merkastan af bændum á Vestmanna- eyjum. [Eptir bréfi fiá þoistcini lækni Jónssyni]. Sigurjón Jóbannesson dannebrogsmaður á Laxa- mýri er fæddur 15. júní 1833 á Breiðumýri í Helga- staðahrepp. Hefir hann nú búið á Laxamýri um 30 ár, og er hann einn af hinum þjóðkunnustu bændum á Norðurlandi fyrir rausn, og atorku, enda ér Laxamýri nú fyrir dugnað hans orðin eitt hið mesta höfuðból norð- anlands. Hefir hann reist þar 2 timburhús og bygt upp öll úthýsi. Ennfremur hefir hann lagt til jarðarinnar nokkrar smájarðir þar í nágrenninu, og hafa þær bætt jörðina stórum. I búskapartíð hans mun æðarvarpið á Laxamýri hafa aukizt um helming, en auk lax- veiði og æðarvarps mun hann hafa eitt af stærstu búum norðanlands, enda hefir hann bætt jörð sina bæði tún og eingi, og munu óvíða dæmi til svo mikilla umbóta á úteingi sem á Laxamýri. Sigur- jón hefir sneitt hjá hluttekningu i þjóðmálum og sveitamálum til þess að geta stundað bú sitt þess betur, enda á hann ábýlisjörð sína alla og er það mikil eign. Hann er sagður fjörmaður mikill og áræðinn og hinn gestrisnasti. Kona hans er Snjólaug Guðrún þorvaldsdóttir; hafa þau átt 13 barna, en af þeim lifa 8. Tvo af sonum sínum hefir hann sett til skólanáms, og er annar þeirra nú í Vesturheimi, en hinn í latínu- skólanum. Bökmentir. Ljóðmæli Gísla Brynjólfssonar. Kmh. 1891. 8vo VII +■ 504 bls. J>að er dönskum manni að þakka, Schultz prentara, að Ijóðmæli þessi eru komin út. Gísli heitinn hafði reyndar byrjað að gefa út safn af kvæðum sínum nokkru áður en hann dó (29. maí 1888), en entist að eins aldur til að láta prenta 12 arkir af þeim. Útgáfan lá nú í dái um hríð og hefði sjálfsagt aldrei komið fyrir manna sjónir, ef Schultz hefði ekki hlaupið undir bagga og feingið þá Haldór Bjarna- son og Bjarna Jónsson til að halda áfram útgáfunni á sinn kostnað. þ>að litur svo út sem þeir hafi leyzt starf sitt fljótt og vel af hendi, og loksins komu svo kvæði Gísla Brynjúlfs- sonar út í fyrra. J>egar alls er gætt, má telja ljóðmæli þessi eitt hið tnerkastaljóðasafn, sem komið hefir út á íslenzka tungu, og eru þó mörg af kvæðunum fremur óaðgeingileg vegna þess, hve þau eru fornkveðin, en það borgar síg að brjóta þau til mergjar, því opt leynast gullfallegar hug- myndir bak við torfið. Svo lítur út sem Gísla hafi verið stirt urn að kveða, og má marka það af því, að víða eru hendingavillur í dróttkvæðum vísum og sumstaðar stuðla villur og höfuðstafa, en einkum sést það á því, að Gísli hefir opt ruglast í ríminu og það þótt rímið sé sumstaðar mjög létt þar, sem þetta kemur fyrir, t. d. í kvæðinu um Skúla fógeta (408, 10., 18., 22., 24., 25. og 28. er. líka má nefna 1. bls. 2. er„ 44-3, 158—4, 193—2, 218—3, 384—2). Á sumum þessum stöðum lítur jafnvel svo út sem orð hafi fallið úr handriti Gísla. Yfir höfuð að tala er einhver stirðleikablær yfir flestum kvæð- um Gísla, en einginn ætti þó að láta hann fæla sig frá að lesa þau. Lángbezt hefir Gísla tekizt með ferskeytt kvæði og eru nokkur þesskonar kvæði í bókinni full-liðug. Eg hefi nú minzt á aðalgallana hjá Gísla, en aptur hefir hann mart sér til ágætis. Hann er að jafnaði kjarnorður og orðheppinn, og þótt SlGURJÓN JóHANNESSON.

x

Sunnanfari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.