Sunnanfari - 01.10.1892, Page 1

Sunnanfari - 01.10.1892, Page 1
5\SSS\SN5N5\S\Sj\ ™ Veríl 2 kr. jj 50 aiira árg., | borgist fjrir S 15. október. B es'sss'ses ^saeees Angljsingar j 20 a. megin- , ínálslina; 25 | aura sináletur. ! esesesee II3 4 -A. OKTOBEE 169S Oddgeir Stephensen. Nú kemur hér mynd af þeim manni, er leingst allra hefir setið undir stjórn á fari því, er auðna íslands hefir leikið á, hversu reiðfara yrði. Ætlum vér því margan muni fýsa að sjá yfirbragð þess manns,sem mestu hefir ráðið um fullan þriðj- ung aldar um öll þau mál, sem ísland hefir varðað mestu. Má það og vera nokkur hvöt til þess að geta hans nokkuð hér, að það er nær ekki vanza- laust, hver minning honum hefir verið gerð áður í íslenzk- um blöðum: Getið verður hins mæta manns miður en skyldi tíðum Oddgeir Stephensen er fæddur 27. Maí 1812 á Lágafelli í Mos- fellssveit, og var kyn- stór. Faðir hans var Björn dómsmálaritari, er síðast bjó á Esju- bergi (d. 1835), bróðir þeirra Magnúsar kon- ferenzráðs í Viðey og Stepháns amtmanns á Hvítárvöllum, föður Magnúsar sýslumanns í Vatnsdal, föður Magnúsar landshöfðingja sem nú er. En faðir þeirra bræðra var Olafur stipt- amtmaður Stephánsson (d. 1812). peir bræður Olafssynir tóku sér ættarnafnið Stephensen fyrstir, þvi ekki ritaði Ólafur stiptamtmaður föðurnafn sitt svo, nema ef vera skyldi öðru hvoru undir dönsk skjöl. En faðir Ólafs stipt- amtmanns var séra Stephán á Höskuldsstöðum (d. 1748), Ólafsson prófasts á Hrafnagili (d. 1730), Guðmunds- sonar, Jónssonar á Siglunesi, Guðmunds- sonar. pað er Siglu- nesætt. En bróðir Guðmundar var séra Sveinn á Barði (d. 1687), en af honum eru í beinan karllegg komnir pórarinssynir og þeir Goðdalaprest- ar og Sveinn læknir Pálsson og það fólk. Kona séra Ólafs á Hrafnagili og amma Ólafs stiptamtmanns var Anna dóttir séra Stepháns skálds í Vallanesi Ólafssonar prests í Kirkjubæ í Tungu, bróður Odds biskups, Einarssonar prests í Eydölum, merkilegs manns, en móðir séra Stepháns í Vállanesi var Kristín dóttir séra Stepháns í Odda (d. 1615), Gíslasonar biskups í Skálholti (d. 1587), Jóns- sonar. þ>angað rekjum vér Stepháns nafn í Stephensens ætt, því að ekki þorum vér að segja, að séra Stephán í Odda hafi borið nafn Stepháns biskups. Kona séra Stepháns á Hösk- uldsstöðum og móðir Ólafs stiptamtmanns var Oddgeir Stephensen.

x

Sunnanfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.