Sunnanfari - 01.03.1893, Page 3

Sunnanfari - 01.03.1893, Page 3
83 J>ar með skallann sat hann sveittann, síðar drúptu brúnagnýpur, undir funi’ er upp þeim þeytti ’ann. Ákaft mjög hann skyrið sýpur. Mátti bóndinn búnu eira; byrstur Eigill kvað við rekka: »þ»yrstir mig nú miklu meira, mun eg enn þá stundu drekka«. Bóndi mælti: »Matinn gef eg, mungát vantar, það er illa! Ekki vistir aðrar hef eg utan skyr á borð að tylla«. Drykkjusveinar dýrshorn fyltu, drakk það Egill niðrað botni. Siðast trúi’ eg allir yltu útaf nema »skallinn rotni«. Húsfreyja sat rík í ranni, ræddi hljótt við dóttur fríða: »Seg þú hinum mikla manni matar æðri skuli ’ann bíða!« Geingur fram til gestsins meyja: »Get eg til þig muni þysta! það bað móðir mig að segja: magann geym til betri vista«. Bónda þegar bræðin fyldi, barnið laust og náði svara: »Mælir þú æ sem miður skyldi!« — Matinn vildi ’ann gjarnan spara. Hlóðust borð af beztu vistum, batna þótti gestum eldið; ölið svalar þegnum þystum. f>á var drukkið leingi um kveldið. Svífur ölið ramt á rekka, róstu má þar inni heyra. Ograr bóndi Agli að drekka, ætlar hann skuli ei þola meira. Tók hann hornið, teygi stóra teygar bæði fast og leingi. Einn þá drakk hann fyrir fjóra fallna i valinn sína dreingi. Fann þó ei má eira leingur, opna varð hann spýjugaungin. Brýzt þá inn, að bónda geingur, býzt að gjalda vistarfaungin. Upp að stöfum Ármóð kreisti, axlir bónda að veggnum knúði, ógna spýju úr sér þeysti í andlit hans, og leingi spúði. Heimamenn þá drukknir drafa daufan kur um gestinn nýja, að hann skyldi ekki hafa utar geingið til að spýja. Egill mælti: »Ei mér fáið ámæli, — að hyggju minni nú þér bóndann sjálfann sjáið, sem ei minna spýr hér inni. í orustu vék hann eigi nokkru sinni, einginn var sem hann við! bragi slyngur. — »En aldrei hefir enn í manna minni meira« drukkið »nokkur íslendingur«. Vínland. Tvö minningarrit um fund Vesturheims fyrir 400 árum. I 6. nr. Sunnanfara er getið um hið merkilega rit, sem H. Harrisse gaf út í þessu skyni, en síðan hefi eg haft tækifæri til að fara yfir tvö samskonar rit og skal eg skýra frá þeim í fáum orðum, því bæði eru þau mjög merkileg og auk þess snerta þau landafræði Islands beinlínis, Fyrra ritið heitir: Bidrag till Nordens aldsta kartografii og er gefið út í Stokkhólmi 1892 af merku sænsku félagi, sem fæst við mannfræði og landafræði. Lítið er um lesmál í riti þessu, ekki nema formáli eptir A. E. Nordenskiöld og svo skrá yfir kort þau, sem eru prentuð þar, en þau eru níu að tölu og öll af Norðurlöndum. Aðaláherzlan hefir auðsjáanlega verið lögð á að gera þessi gömlu kort sem allra bezt úr garði, enda verður ekki annað séð en það hafi tekizt mætavel. Bókin, eða réttara sagt kortin, eru í geysilega stóru arkar- broti. Pappírinn er mjög vandaður og prentið að sama skapi. 100 eintök hafa að eins verið lögð upp. Nordenskiöld segir í formálanum að rit þetta sé nokkurskonar viðauki við Facsimile-Atlas hans, sem kom út 1889, en það er fyrst og frernst yfir- lit yfir sögu kortanna frá alda öðli fram um 1600 og svo sýnishorn af kortum frá öllum þessum tíma og er mjög merkilegt rit. Lítið hefir verið ritað um kortsögu íslands hingaðtil og ekkert, sem teljandi er, nema ýmsir kaflar í Landfræðissögu þorvalds Thoroddsens. þar er þó ekki getið um helminginn af kortum þeim, sem sjálfsagt hefði verið að lýsa, hefði átt að rita til nokkurrar hlítar um islenzka kortsögu. það er heldur ekki von að þorvaldur þekti kort þau sem hér er um að ræða, því frumritin eru flest i handritasöfnum suður á Italíu og hafa ekki verið gefin út fyr en nú. í annan stað kom ritþetta ekki út fyr en á eptir að Landfræðissaga þorvalds var komin út fyrir nokkru. Eg er sannfærður um að minningaríit þetta berst fáum Islendingum í hendur og skal eg því

x

Sunnanfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.