Sunnanfari - 01.03.1893, Side 5
85
brands biskups er getið i Landfræðissögu f>or-
valds bls. 212—13 og svo er því lýst nákvæmlega í
ritgjörð þeirri eptir mig, sem getið hefir verið um.
Eg skal því ekki fjölyrða um það hér, en láta mér
nægja að taka það fram, að ómögulegt er að
kortið hafi verið gert eins úr garði af Guðbrandi
biskupi og það er prentað hjá Orteliusi og Merca-
tor, því bæði er hér um bil hvert einasta nafn
rangt, og svo eru ýmsar klausur á kortinu, eink-
um hjá Orteliusi, sem Guðbrandi biskupi gat ekki
dottið i hug að setja á það. A Reykjanesi er
t. d. látin vera lind, sem sagt er að breyti svartri
ull í hvíta, en önnur í Selvogi, sem sagt er að
breyti hvítri ull í svarta og sér hver heilvita maður
hve fjarstætt er, að eins lærður maður og Guð-
brandur biskup var, hafi ritað slíka lokleysu. En
þó ber kort Guðbrands biskups, eins og það liggur
nú fyrir, af öllum Islandskortum, sem áður voru
til eins og gull af eiri. (Framh.).
___________ Ó. D.
Ljóðmæli Jóns Ólafssonar
(Winnipeg 1892), i annari útgáfu, hafa oss borizt.
það er að öllum ytra frágangi vandað kver og fylgir
því mynd skáldsins. Myndin virðist oss þó ekki meir
en svo góð. Kvæðasafn Jóns kom fyrst út á Eski-
firði 1877 og var kvæðunum þar raðað eptir aldri,
og svo er í þessari útgáfu. Er hér þvi nær alt
prentað, er i fyrri útgáfunni stendur, en frekur
fjórðungur nýju útgáfunnar er þess utan kvæði,
sem síðan eru kveðin, og hafa sum þeirra áður
verið prentuð á víð og dreif. Sumt af þvi eru
þýðingar. Hin eldri kvæði Jóns Olafssonar eru
svo þjóðkunn, að hér gerist ekki þörf að ræða um
þau. En benda megum vér á þau kvæði, er hér
standa, en ekki í fyrri útgáfunni, og oss finst
mest um vert, og er þá fyrst að geta vísna »Við
barn mitt« (bls. 128). J>að eru hjartnæmar og
fallegar stökur. »Mínir vinir«, (bls. 135—37),
»Til gamals manns« (bls. 140—41), »Staka« (bls.
142) og »Ný BjarkamáU (bls. 158—(51) eru alt
ágæt kvæði. Erfiljóðin eptir Jón ritara (bls. 143
—44) eru einhver hin beztu i sinni grein og ein
hin sannorðustu, er vér munum eptir. Töluvert
er af keskniskvæðum i þessum kafla bókarinnar, og
höfum vér einna mest gaman af »Auglýsingunni«
(bls. 145—146)Einars prentara, og er húnþó nokkuð
nærgaungul við lifandi merkismenn. Efnismesta og
merkilegasta kvæðið i nýja kaflanum er »Opið sendi-
bréf til séra Jóns Bjarnasonar« (bls. 164 — 68).
Mjög smellið kvæði. »Ættjarðarminni Vestur-ís-
lendinga« er og gott kvæði. Kvæðasafn þetta er
einkennilegt og þetta litla kver er eigulegt, og mart
af enura »politisku« kvæðum, þeim sem i því eru,
hafa meiri þýðingu en ýms önnur samskonar kvæði,
af því að höfundur þeirra er svo »historiskur«
maður og hefir haft svo mikil afskipti af islenzk-
um þjóðmálum langa leingi. Gerðist 18 vetra gam-
all ritstjóri og hefir síðan æ verið riðinn nokkuð
við blaðamensku, og stundum látið heldur en ekki
til sín taka, og er kver þetta dálitið sýnishorn af
stefnu hans og athöfnum.
Ferðir útlendinga til íslands.
J>orvaldur Thoroddsen hélt 24. Febrúar fyrir-
lestur i »Touristforeningen« i Kaupmannahöfn um
skemtiferðir til Islands; hvatti hann Dani og aðra til
þess frekar en áður að ferðast til Islands á sumrum,
því þar væri mart að sjá; þar væri heilnæmt lopt
og hressandi ferðalag og fjörgandi fyrir sálu og
líkama; lýsti hann náttúru íslands og náttúrufegurð
og sérstaklega einstökum stöðum, er útlendingar
eiga hægt með að skoða. A íslandi er mart ný-
stárlegt fyrir útlendinga að sjá, náttúran er hrika-
leg og þó blíð og fögur á milli; litbreytingar á
lopti og fjöllum kvað hann alveg eins fagrar á Is-
landi eins og í Suðurlöndum við Miðjarðarhaf.
Hvergi í Európu eru jafnmargar eldmenjar og
jafn ægileg brunaklungur einsog á íslandi og
hvergi eins stórir jöklar, en víða eru lika grösugar
sveitir, grænar hlíðar og blikandi vötn, birkiskógar
og litfögur fjallablóm og mörg önnur litbreyting
þægileg fyrir augað. þ. Th. lýsti nokkuð dýra-
og jurtalífi á íslandi og talaði um veiðifugla og
lax og silungsveiði í ánum. Fossar margir á Is-
landi eru undrafagrir og taldi hann Dettifoss einn
hinn hrikalegasta foss i Európu. Á íslandi er
þjóðlíf einkennilegt og lífshættir rnanna frábrugðnir
því, sem annarsstaðar er, og er þar mart merkilegt
að sjá og læra fyrir þá, sem bera eitthvert skyn
á fornsögu Norðurlanda oggamlar bókmentir; hinar
seinni bókmentir íslendinga þekkja menn í útlönd-
um því nær ekki og eru þær þó á sinn hátt mjög
merkilegar. Að lokum talaði J>. Th. um ferðalög
á íslandi, hvernig þeim væri hagað og hvern út-
búning þyrfti að hafa, og gat þess einnig hve
skakkar hugmyndir margir hefðu um ísland og hve
mjög hið íslenzka þjóðlíf væri misskilið í mörgum
ferðabókum; þar væri mörgu rangt lýst af van-
þekkingu höfundanna, fiestir þeirra eiga heima í
stórborgum og þekkja ekki einu sinni bændalíf i
sínu eigin landi og vantar því öll skilyrði til þess
að dæma um alþýðulíf í öðrum löndum. Loks
minti ræðumaðurinn ferðamenn á að haga sér
eptir landsháttum, þar sem þeir færu, eða sitja
heima að öðrum kosti; kvað hann alla góða dreingi
velkomna til íslands, og sagði, að Islendingar
mundu taka þeim eptir faungum og liðsinna eptir
megni, sérstaklega ef þeir væru af frændþjóðunum
norrænu.
þorvaldur Thoroddsen hefir einnig i vetur
haldið fyrirlestra um ísland i landfræðinga- og
náttúrusögufélaginu hér í Höfn, og auk þess haldið
fyrirlestra i Sviþjóð, sem getið hefir verið um áður
í íslenzkum blöðum, Hann fer og nú bráðlega til