Sunnanfari - 01.09.1894, Blaðsíða 1

Sunnanfari - 01.09.1894, Blaðsíða 1
 0 Veríl 2 kr. Öj \ Sð anra árg., gj í liorgist fyrir j j) 15. október. í. § I 'B\S'SB\S\S'5S\S5 SUNNANFAR1 0 , ... 19 ffl Audysingar 'I 5) ® . 0 J 20 a. megni- jj | niálslinii; 25 | ? aura smáletur. j IV, 3 SEPTEMBER 1894 Jón Ólafsson er fæddur 20. mars árið 1850. Faðir hans er Olafur Indriðason, sem var prestur að Kolfreiju- stað í Fáskrúðsfirði, merkur kennimaður á sinni tíð og skáld; hann dó 4. mars 1861. F.n móðir Jóns heitir J>orbjörg og er hún enn á lífi og bír í Ameríku. Jón var snemma til náms settur og kom hann barnúngur i Reykjavíkurskóla og var þar 5 vetur (1863 — 68). En ekki gekk honum námið, sem best, og er svo sagt að hann þætti þar bæði latur og ódæll. þ>ó lagði hann mikla alúð við eina námsgrein og var öðrum betur að sjer í henni, en það var íslenska. Lauk svo skólavistinni að hann náði ekki burtfararprófi. Jón var maður bráðþroska og tók úngur að irkja og rita. Árið 1868 stofnaði »fjelageitt í Reikjavík« blaðið »Bald- ur« og varð Jón ritstjóri þess og las hann þá utan- skóla. En árinu áður hafði hann gefið út kver eitt lítið: »Hefndin, saga og nokkur kvæði«. Hið merkilegasta sem Jón skrifaði í Baldur er »íslendíngabragur« og er hann í síðasta tölublaðinu, er út kom 19. mars 1870. Var Jón lögsóttur firir hann og fór þá landflótta til Nor- egs. En í hæstarétti var hann síknaður allra saka og kom þá heim aftur til íslands árið eftir og settist enn að í Reikjavík. |>á safnaði hann kvæðum Kr. Jónssonar og gat' út og reit æfisögu hans. Árið 1872 birjaði hann að gefa út nftt blað og kallaði Gaunguhrólf. þ>ar segir svo í ávarpi blaðsins: »íslendingar landar mínir ! Jeg þarf ekki að lísa mjer fyrir iður. »J>jer þekkið mig sem á í æðurn eldíngaheitan logastraum». J>jer þekkið allir skáldið sem orti íslendinga- brag. Set jeg þetta hjer af því mjer þikir það all- einkennilegt. Jón hefur haft heitara blóð og ör- ari tilfinníngar en títt er meðal vor íslendinga. Sannfæríng hans var sterk og áræði nóg til að filgja henni. J>etta var áður við feingjum hina núgildandi stjórnarskrá og stóð enn barátta sú sem Jón Sigurðsson hafði hafið við stjórn Dana um sjálfræði íslands til að ráða sínum eigin málum. Jón hefur alltaf unnað frelsinu og reit nú eld- rauðar frelsisgreinar og orti politísk kvæði og var allsvæsinn hatursmaður Dana og dansk-ís- lenskra embættismanna, einsog t. d. Íslendíngabrag- ur ber með sjer. Komst hann nú í málaferli við landshöfð- íngjann, Hilmar Finsen, útúr »landshöfðíngja-hneixlinu« alkunna og segir í Gaungu- hrólfi nákvæmlega frá við-. ureign þeirra. Én nú mun flestum hafa staðið stuggur af atferli Jóns, er hann, sem þá var liðlega tvítugur, hjóst svo fast við æstavaída- mann landsins. Var honum á ímsan hátt gert óhægt firir að koma blaðinu út og varð hann að hætta við það, rímdi enn úr landi (árið 1873) og hjelt til Norður- Ameríku, gerðist landkönn- unarmaður og fór alt vestur til Alaska. Gaf hann síðan út á íslensku lísíngu á þvi filki. Vorið 1875komhann Jón Olafsson. aftur til Reikjavíkur, fór enn utan um haustið 1876 til Kaupmannahafnar, kom þaðan vorið eftir með prentsmiðju, er hann setti niður á Eskifirði og birjaði enn að gefa út blað er hann nefndi »Skuld«. Nú var hann orðinn eldri og þroskaðri en áður og er Skuld hið tjölbreittasta og að ímsu leiti hið besta blað er út hefur verið gefið á íslandi. A Eskifirði gaf hann út ímsar bækur og ritaði mart, svo sem söguna »Eivindur«, er út kom í Nönnu, ársriti er filgdi Skuld, »Um jafnræði og þekkíng« o. fl. En hið merkilegasta er ljóðasafn lians, »Saungvar ogkvæði«, er út kom 1877, og

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.