Sunnanfari - 01.09.1894, Blaðsíða 4
20
Mig hryllir við
Að líta fram á
leynda braut.
Látum lung gaysa
Leiðir huldar
Um lög mlns lífs,
Hann landi nær!
Svelli þá sær!
Svelli unnir!
Skal þó ei skelfast;
Skunda ber fram!
V.
Eg er einn svo óttalega einn!
því ekkert hjarta til er, sem mig skilur;
Mig eigi vermir vonargeisli neinn.
í vitund minni æðir kaldur bylur
Og gleðistjörnur heljarmyrkrið hylur.
Um grundu einn ég ráfa, rökkrið svart
f»að ríkir hér og þar og sjónir dylur.
Jeg leita’ að vini. Hjarta finn ég hart,
Sem hlær að sorg og eigi veit né skilur,
Að innra næði blindöskubylur.
þ>ví verða dagar langir, leiðin ströng,
Og ljós ég hvergi sé, er huggun flytur
Mitt líf er eins og för um glæfragöng
Og glæpska’ á öllum vegamótum situr
Og um mig þyrlast blindhríðin bitur.
Ég lifi einn og engin vinarhönd
Af vitum mér mun dauðasvitann þerra
Ég aleinn geng á auðri klettaströnd
þ>ar aldrei dauðans bylgju náhljóð þverra.
Og gnauðið ymur allt af verra og verra.
Og Guð veit, hvar ég lendi lífs við grand
f>vi leiðir mínar dimmu einn hann skilur;
Hver veit nema þær liggi loks á eyðisand
Og leiðið verði grængolandi hylur
þ>ars líksöng kveði blindöskubylur.
VI.
Hvers vegna er mér í hjarta svo rótt?
Harmurinn blundar á kolsvartri nótt.
Aleinn ég stend hér og stari’ útí geim.
Stormurinn þegir og náttkyrðin djúpa
Dregur mig inn í draumanna geim.
Sé ég nú myndir frá móðurstorð,
Myndir svo þöglar, er tala þó orð.
Orð sem ég þekki frá æskutíð
Frá unaðardögum og sorgarstundum,
Orð svo laðandi’ og angurblíð.
þ>au tala um ástir og ástarslit,
Úm æskuvonir og dauðans lit
Um fagrar rósir og fölnuð strá,
Allt fegrað og hjúpað í minningarbjarma,
Sem vekur mér að eins viðkvæma þrá.
Og vinur minn, sem ég vann og hlaut,
En vann til að missa svo fljótt á braut!
þ>ú svífur nú mitt í mynda fjöld
Og mænir til mín þeim djúpu augum
Er leiztu’ á mig hinnsta lífsins kvöld.
Allt er að dimma, draumurinn þver,
Draumsælan hverfur burt frá mér.
Æ farið þið myndir svo fljótt á braut
Mér finnst þá allt vera svo dimmt í hjarta.
þ>ó þökk fyrir leiðslu þá er ég naut.
Er þá allt hylling, hverful sýn,
Hugarburður, sem kemur og dvín?
Lífið sjálft kannske aðeins er
Eintóm draumsjón og villiþoka?
Sé svo þá stendur á sama mér!
Friörih Friðrihson.
Atli húnakonungur.
Og dagur líður og dimmir geim —
það dregur ský yfir suðurheim
og blóðrauð sólin
þar seig í hafið,
í svarta myrkri
er landið vafið
og stráin nötra, því stormur hvín
og stjörnur hyljast og máni’ ei skín.
En brennur lýsa’ yfir blóðgan val
og birtu slá yfir fjöll og dal,
þar grætur barnið
og bundna fljóðið,
þar berjast hetjur
og streymir blóðið
því Húnar æða með báli’ og brand
og brytja fólkið og eyða land.
Um valinn dynur nú vopnaglamm
og vísir Húnanna þeysir fram;
á svörtum fáki
um fagra grundu
hann fremstur ríður
með sverð í mundu
og grasið sviðnar þars fákur fer
og framar aldrei þar gróður er.
Hann er ei fríður, með ótal ör,
en eldlegt logar í sálu fjör,
hann iðrast aldrei
í hjarta hörðu
og hóf ei þekkir
í neinu á jörðu;
hans rödd er konungleg, hörð og ha
og hvelt hún glymur sem stálin blá.