Sunnanfari - 01.09.1894, Blaðsíða 2

Sunnanfari - 01.09.1894, Blaðsíða 2
18 er það svo kunnugt íslendingum að því þarf ekkí að lísa, Á Eskifirði giftist hann Helgu Eirfksdóttur frá Karlsskála í Reiðarfirði. Árið 1881 var hann kjörinn alþíngismaður Sunnmílínga og var það í 9 ár. þ>etta ár flutti hann til Kaupmannahafnar og þaðan vorið eftir til Reikjavíkur. þ>ar tók hann við ritstjórn þ>jóðólfs og sameinaði hann Skuld. Jón hefur starfað mart á alþíngi og tekið mikinn þátt í mörgum hinum helstu máluin svo sem stjórnar- skrármálinu, bánkamálinu og mörgum fleirum, og fór álit manna á þingmannskostum hans alltaf vaxandi. Hann er manna best máli farinn, og heirt hef jeg það álit merkra manna, er vit hafa á, að ekki hafi aðrir verið betur heima í flestum þíngmálum. En þíngmenska hans og blaða- menska á þessum árum er öllum enn í svo fersku minni að ekki þarf mart um það að ræða. þ>essi ár ritaði hann og ímislegt utan blaðagreina svo sem »Um ráðgjafaábirgð« í Andvara 1881, »Um bánka«, einnig í Andvara, þíðíng á bók St. Mills »Um frelsið«, og átti þátt 1 útgafu tíma- ritanna »Iðunn« og »Sjálfsfræðarinn«. Hann var einn hinna firstu manna er gekk inní Goodtemplar-regluna er hún fluttist til ís- lands, og á framför þess fjelagsskapar í Reikja- vík og útbreiðsla hans um landið honum mikið að þakka. Vorið 1890 flutti Jón til Winnipeg í Canada og var þar ritstjóri Lögbergs í eitt ár ásamt Einari Hjörleifssini. Síðan gaf hann þar út Old- ina, er síðar var sameinuð Heimskrínglu, og var hann ritstj. beggja, en Oldin var gerð að mán- aðarriti er filgdi Heimskr. í vesturheimi hefur Jón í tvö hin síðustu ár átt í allhörðum deilum við klerka íslensk-lútersku kirkjunnar í Canada, sem eru forhertari miklu en aðrir guðsmenn vorrar þjóðar, en meiga sín mikils f fjelagslífi Íslendínga vestra. En Jón hefur verið fyrirliði Unítara. í firra gaf hann í Winnipeg ljóðmæli sín út í annað sinn og eru þau þar aukin um þriðjúng. Nú í sumar var Jón ráðinn meðritstjóri Norð- mannablaðsins »Norden« í Chicagó og er hann nú fluttur, þángað. Jón Ólafsson er enn á besta skeiði; hann hefur aðeins fjögur ár um fertugt og hefur þó starfað í fullan fjórðúng aldar, sem blaðamaður, stjórnmálamaður og skáld og alstaðar látið mikið til sín taka. Um hann hefur verið talað og dæmt ímislega einsog alla þá menn er mikið koma fram opinberlega. Hann hefur feingist við mart og hagur hans hefur verið með mörgu móti og ekki ávalt sem bestur. En því hefur honum verið líkt við æfintíramenn fornaldarinnar að hann átti snemma sökótt. Hefur hann tvívegis farið út- lægur og oft hefur hann átt harðar deilur og við ímsa. Og þegar því er að skifta geingur hann hart fram, vegur báðum höndum, en gætir hins minna að hlífa sjer. En einsog hann hefur átt marga mótstöðumenn í opinberum málum og jafnvel persónulega hatursmenn, sem gert hafa alt sem í þeirra valdi stóð til að ófrægja hann og spilla geingi hans á allar lundir, svo hefur hann og jafnan átt marga vini og meðhaldsmenn sem hafa borið fullt traust til hans og metið hann rjett. Jón er án als efa sá maður vorrar þjóðar, er einna best hefur skilið sinn tíma og hefur jafnan verið á undan honum. Starf hans og stefna hefur hjá okkur verið hin sama sem nútímans frelsis- og framfaramanna í öðrum löndum, sú, að riðja braut níjum hugsunum, en kasta burt því af hinu gamla sem fúið er og rotið og vekja menn til sjálfhugsunar. Hann hefur alltaf frá því firsta verið frelsisins talsmaður. þ>að er honum ómissandi skilirði firir því að hver maður geti notið hæfilegleika sinna. A þíngi og eins í blöðum þeim sem hann hefur stírt hefur hann haldið fram persónulegu frelsi, hvort heldur er móti veraldlegu eða andlegu valdi, Frelsiskvæði hans og fósturjarðarkvæði sína hið sama. |>au eru einkennileg í íslenskum kveðskap og þó eigum við ekki lítið af ljóðum bæði eldri og íngri, sem fjalla um frelsi og ættjarðarást. En þar hafa skáldin svo oft verið að leika sjer að frelsinu t. d. eins og meijarlokk eða sólargeisla, notað það einsog hvert annað efni til að segja eitthvað fallegt um, sína á því list sína. Jóni er það meira; hann hefur kveðið uin frelsið af því hann trúir á það og af sannfæríngu um mátt þess til að fullnægja kröfum mannanna til lífsins. Líklega verða þessi kvæði talin fremst ljóð- mæla hans. Annars hefur hann ort utn ímislegt efni og kemur þar ifirleitt fram ákafi, kraftur og findni. En sumstaðr lísir sjer viðkvæm tilfinníng t. d. í kvæðinu »A leiði föður míns«. Jón er okkar firsta virkileikaskáld og hefur hann þar geingið á undan hinum íngri skáldum vorum. þ>að er skaði að Jón hefur orðið að leita at- vinnu sinnar útfirir ísland. þ>ví veitir ekki af þeim kröftum sem til eru að vinna firir það. Og Island á nú ekki í tölu sona sinna meiri Jiæfileg- leikamann eða fjölmentaðri mann en Jón Ólafsson. þ>ví væri óskandi að hann ætti enn eftir að koma heim og taka þátt í því starfi sem hann hefur áður unnið þar að. Porst. Gíslason. Skapbrigði. Sex kvæði frá ýmsum tímum. I. Hve ljúft er við dansinn og drykkju um kvöld Hjá dýrðlegum veigum, hjá meyjanna fjöld, Að líða um salinn á ljóðöldum hreima, Með litfagra meyju í faðminum dreyma. J>á kætin mun stíga sem stormöldur ótt, Og stíga og hníga til skiptis, er meyja

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.